A A A
Kjartan Ólafsson.
Kjartan Ólafsson.

Fróðlegt og ánægjulegt var að heyra í nestor íslenskra sósíalista og fræðimanna, Kjartani Ólafssyni, í sunnudagsþætti þeirra Ævars Kjartanssonar og Jóns Ólafssonar á Rás 1 um síðustu helgi.  Maður nemur hvert orð þegar menn eins og Kjartan taka til máls. Hann fer sjaldan með fleipur. Ýmsum spurningum þeirra félaga svaraði hann á athyglisverðan hátt. Glöggt kom fram að sósíalistar voru á móti Nato og hernum, kom ekki á óvart og þurfti ekki vitna við.

   En þeir félagar forðuðust eins og heitan eldinn að spyrja Kjartan Ólafsson hvernig hefði getað orðið umhorfs á landi hér ef við hefðum ekki gengið í Nato. Og blessaðir dátarnir hefðu ekki verið að þvælast þarna á Miðnesheiðinni. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Ísland hefði lent undir hælum hinna illu og mannfjandsamlegu æðstu presta í Sovétblokkinni líkt og margar aðrar þjóðir.  Útlátalítið var að senda nokkra fallhlífaliða frá Murmansk til hægari verka. Svo einfalt er það nú í sögulegu ljósi. Nato og dátarnir voru mjög sennilega ill nauðsyn. Orð Kjartans í lok viðtalsins um trúarbrögðin þar eystra staðfesta það.  

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30