A A A
  • 2012 - Freyja Dís Hjaltadóttir
09.09.2015 - 06:56 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Skjaldan er góð vísa of oft kveðin!

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.
Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.

Löngu áður en Píratar urðu til, vorum við undirritaðir byrjaðir að hamra á svokölluðu gegnsæi. Við höfum haldið því fram, að gegnsæi og allt uppi á borðum hjá opinberum stofnunum væri lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina. En auðvitað hlustar enginn á svona vitleysinga einhversstaðar fyrir vestan!

   Hvað sem um það er leyfum við okkur að kveða þessa vísu einu sinni enn:

  „Alþingi ætti að fyrirskipa öllum forstöðumönnum opinberra stofnana, þar með talin ráðuneyti, að birta á vefsíðum þeirra einu sinni í mánuði alla kostnaðarreikninga sem þeir hafa stofnað til mánuðinn á undan. Og hverjir það eru sem fá þær greiðslur. Og ekkert undan dregið! Alþingismenn þurfa stundum að knékrjúpa fyrir framvæmdavaldinu til að fá sjálfsagðar upplýsingar um alls konar ráðstöfun fjármuna almennings. Það tekur stundum marga mánuði. Dugar oft ekki til. Það skyldi þó ekki vera svona helmingur af öllu röflinu á þeim bæ?

   Sannleikurinn er nú sá, að þetta er sára einfalt í framkvæmd. Einfalt og auðskiljanlegt öllum, ungum sem öldnum. Við spyrjum: Hvers vegna ekki? Það er öllum til góðs að ekki sé verið að fela neitt i opinberri stjórnsýslu. Spillingin þrífst í skjóli leyndar. Það er almennt álit að íslensk stjórnsýsla sé vanmegnug og sumir telja hana ónýta. Þar eru öfl til staðar sem vilja alls ekki leggja spilin á borðið nema undir brot og slit. Hvers vegna skyldi svo vera?“

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson

 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30