A A A
  • 1981 - Brynhildur Elín Kristjánsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
Ólafur V. Þórðarson.
Ólafur V. Þórðarson.

Að hætta við hönnunarsamkeppni um byggingu á nýjum Landsbanka við hliðina á Tónlistarhúsinu Hörpu er ekki nóg. Það sem ég vildi sjá er að það verði algjörlega hætt við þessa vitleysu fyrir fullt og allt.

   Bankinn  er fullsæmdur af því glæsilega húsi sem hann er í við  Austurstræti og hefur verið lengi. Hann virðist vera í algjörum sparnaðargír þegar kemur að þjónustu við viðskiftavini fyrrum sparisjóða, sem komnir er á hans hendur. Þar hefur verið degið all verulega úr þjónustu  og sumum þeirra  lokað alfarið.

   Steinþór Pálsson sagði í fréttum um daginn, að bankinn væri með sextan starfsstöðvar vítt og breitt um bæinn. Það væri alltof dýrt. Gott og vel, þeir mega sameina einhverjar af þessum stöðvum og fækka þeim til dæmis niður um helming. En þarna vinnur fólk og er það þar með sagt að því fækki við slíka sameiningu, er ekki  launakostnaðurinn stór liður?


Ég vona það svo sannarlega að stjórnendur bankans sjái sig um hönd og hætti við þessa vitleysu.

 

Ólafur V. Þórðarson.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31