A A A
  • 1960 - Ragnar Gunnarsson
  • 1993 - Guđbjartur Sigurđur Konráđsson
21.12.2011 - 10:57 | Hallgrímur Sveinsson

Menningin blómstar ţó fólkinu fćkki

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson
Merkilegt má það kalla að þó íbúum Vestfjarða fækki sífellt og fækki, blómstrar menningin sem aldrei fyrr í fjórðungnum. Tónlist, myndlist, leiklist, sönglist og aðrar listir og menningarstarfsemi, jafnvel bókaútgáfa, eru í miklum blóma í þessum sérstæða hluta Íslands. Það jaðrar við að segja megi að það séu eins og hver önnur forréttindi að fá að búa á Vestfjörðum í menningarlegu tilliti.

Það er til dæmis ekki einleikið hvað Karlakórinn Ernir er framúrskarandi léttur, leikandi og kraftmikill í sinni list, hvað sem á dynur í atvinnu- og byggðamálum, að ekki sé nú talað um samgöngumálin! Það sannaðist áþreifanlega á hinum árvissu jólatónleikum kórsins í Félagsheimilnu á Þingeyri á laugardaginn var fyrir fullu húsi söngglaðra Dýrfirðinga.

Karlakórinnn Ernir samanstendur af rúmlega 40 fjörugum, geislandi og brosandi náungum úr flestum starfsstéttum og aldursskeiðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þeir eru allir á sama plani og hver öðrum myndarlegri og eru eiginlega að rifna úr lífsgleði og kæti, eða þannig virka þeir á áheyrandann. Stjórnandinn, Beáta Joó, hefur náð ótrúlegum árangri með þessa karla úr öllum fjörðum. Þeir eru eins og vax í höndum hennar og hlýða öllum hennar bendingum af innlifun og gleði. Söngur þeirra er kraftmikill, en þó mildur og blíður þegar það á við. Í eyrum leikmannsins var ekki að heyra marga hnökra í flutningi þeirra á ýmsum klassískum jólaperlum og minna þekktum sönglögum sem voru á jólasöngskrá þeirra.

Margrét Gunnarsdóttir lék undir söng kórsins og gerði það af öryggi og smekkvísi. Margrét hafði sér við hlið til að magna upp stemmninguna fyrir kórinn þá Guðmund M. Kristjánsson (Mugipapa) á gítar, Jón Sigurpálsson á kontrabassa, Magna Hrein Jónsson á harmoniku og Tuma Þór Jóhannsson á trommur. Ívar Tumi Tumason, ekki hár í loftinu, kom svo fram í laginu Litli trommuleikarinn með sína trommu og þótti mörgum hugljúft. Þegar kórinn söng síðasta lagið á efnisskránni, Heims um ból, eftir Franz Gruber við ljóð Sveinbjarnar Egilssonar og allir tónleikagestir tóku undir, sannaðist það áþreifanlega að við Íslendingar erum öll ein fjölskylda þegar að er gáð.
« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31