A A A
  • 1981 - Brynhildur Elķn Kristjįnsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
10.05.2015 - 17:28 | Sr. Hildur Inga Rśnarsdottir

Męšradagurinn og sr. Siguršur Z. Gķslason

Séra Siguršur Z. Gķslason.
Séra Siguršur Z. Gķslason.

 

Þann 27. maí árið 1934 var Mæðradagurinn fyrst haldin hátíðlegur á Íslandi á vegum Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík. Blóm (nellikur) voru seld á götum Reykjarvíkur og einnig í afgreiðslu Morgunblaðsins á milli 10:00 og 16:00. Á götunum voru einnig litlar stúlkur sem buðu vegfarendum blóm og voru Reykvíkingar hvattir til að ‎‎‎sýna hug sinn til þessarar hreyfingar með því að bera hvíta blómamerkið í barmi sér – merki móðurinnar.


Hinn alþjóðlegi mæðradagur er upprunninn í Bandaríkjunum árið 1907. Bandarísk kona, Anna M. Jarvis, missti móður sína 9. maí 1905 og minntist hún móður sinnar á næstu árum og skrifaði þúsundir bréfa til áhrifamanna í Bandaríkjunum árið 1908, þar sem hún hvatti til þess að annar sunnudagur í maí yrði helgaður mæðrum. Á þessum degi fá mæður gjarnan blóm eða annan glaðning.


Það sem færri vita er að sr. Sigurður Z. Gíslason, þáverandi sóknarprestur á Þingeyri, varð fyrstur manna til þess að vekja máls á því opinberlega hér á landi, að einn dagur á ári skyldi helgaður mæðrum. Árið 1932 birtist grein eftir sr. Sigurð í Lindinni riti prestafélags vestfjarðar  –Dagur móðurinnar. Vakti greinin slíka athygli að hún var endurprentuð í heild í blaðinu „Dagur“ á Akureyri vorið 1933 og bitur útdráttur úr greininni í Morgunblaðinu sama ár.


Við Íslendingar þurfum nauðsynlega að taka upp þennan dag og er kirkjan sjálfkjörin til forystu. Hreyfa þarf málinu við prestafjeögin, einkum þó Prestafjelag Íslands og er hjermeð skorað á það, að undirbúa málið svo, að framkvæmd geti hafist á tilsettum tíma, 2. sunnudag í maí næasta vor (1933).


Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík tók að sér framkvæmd málsins og skipaði sérstaka mæðradagsnefnd, sem skipulagði sölu mæðrablómsins og gaf út Mæðrablaðið um nokkura ára skeið. Í fyrstu var mæðradagurinn haldin fjórða sunnudag í maí og síðar á ýmsum dögum maímánaðar en frá árinu 1980 hefur hann verið haldin annan sunnudag í maí líkt og tíðkast i flestum öðrum löndum.


Grein sr. Sigurðar – Dagur móðurinnar- má lesa í heild hér fyrir neðan.


Dagur móðurinnar

Úti í heimi hefir hin síðari ár eflst og útbreiðst mjög fögur og góð hugmynd. Hún er að helga móðurinni einn helgidag ársins. Þá sé móðirin heiðruð, umhyggju hennar, fórnfýsi og ástar minst — alls þess, sem hún er og starfar. Hugmyndin er upprunnin í Ameríku og þar hefir 2. sunnudagur í maí, ár hvert, verið helgaður móðurinni um langt skeið, og það var amerísk kona, Jane Jarvies að nafni, sem innleiddi þennan dag í Englandi árið 1913. Þaðan hefir siður þessi breiðst út um Evrópu og hafa nú 10 lönd tekið hann upp, þar á meðal Danmörk. Þar hefir dagur móðurinnar verið haldinn hátíðlegur í 3 ár. I vor var dagurinn mjög hátíðlegur. Prestarnir töluðu um móðurina í prjedikunum sínum. Formaður móðurdags-nefndarinnar flutti fyrirlestur í útvarpið, sem þennan dag var helgað þessu markmiði. Var lesið upp í því æfintýri H. C. Andersens »Historien om en Moder« og sungnir í því yndislegir mæðrasöngvar.
 
Við fslendingar þurfum nauðsynlega að taka upp þennan dag og er kirkjan sjálfkjörin til forystu. Hreyfa þarf málinu við prestafjelögin, einkum þó Prestafjelag íslands og er hjermeð skorað á það, að undirbúa málið svo, að framkvæmd geti hafist á tilsettum tíma, 2. sunnudag í maí næsta vor (1933).
 
Mjer finst svo kalt í heiminum og að mennirnir kunni ekki nægilega að elska — af því stafa meinin mörgu. Menn hafa líklega ekki gætt boðorðsins, sem einn þýskur heimspekingur gaf: »Elskið eitthvað eitt, þá lærið þjer fyrst að elska«. En mamma er það, sem við eigum fyrst að læra að elska — hún, sem vaggaði okkur litlum og nærði við brjóst sjer, lagði svalandi hönd á okkar litla, sjúka höfuð, huggaði okkur blíðmáli á beiskri stund, söng von og vor í sálir okkar. Hún er hið eina, sem ást okkar á allra fyrst að helga. Verður súást hin mikla, veglega lind, sem sérhver kærleikur til annara ástvina, meðbræðra, til guðdómsins og móður vorrar kirkjunnar á upptök sín í. Fátt verður því nauðsynlegra fyrir farsælt líf einstaklingsins, en að hafa svalað andlegum þroska sínum — ljósþrá og lífssókn — sem oftast og sem best í þessari himnesku lind, alt frá fyrstu dögum sjálfsvitundar, og ekki aðeins það. Koma stöðugt á ný að henni á fullorðinsárunum. Og umgetin hugmynd vill leiða alla, alla að henni, ákveðinn dag ársins, lyfta öllu mannkyni til veglegrar pílagrímsgöngu til þess staðar, þar sem ást og yndi lífsins á upptök sín.
 
Islenska þjóð! Getur kirkjan gefið þjer nokkra betri gjöf en móðurást, svo að þú verðir ekki í framtíðinni gleymin á hið góða og fagra, sem þú því miður vanrækir um of nú. Móðirin bregst aldrei skyldu sinni, gleymir aldrei barni sínu. Og sje hægt að tala um það sem veruleika, að elska náungann eins og sjálfan sig, þá er það móðurinni að þakka. Annað betra en móðureinkennin verður ekki gefið þeirri þjóð, sem á við að stríða sundrungu, hatur, ljettúð og margskonar upplausn. Ást, trygð og fórnfýsi móðurinnar — þessi öfl sett til valda í þjóðlífinu — bæta þau mein. Og við, einstaklingar þjóðfjelagsins, þurfum að læra að verða góð börn þeirrar móður, sem gefur okkur brauð og björg. Ekki slæm börn, sem blóðga móðurhjartað, gleyma móðurinni og fara vill vegar á refilstigum heimsins.
 
Alt þetta getur það kent þjóð og einstaklingum að helga móðurinni einn dag á ári hverju — alt hið besta og fegursta getur það kent oss að segja sem oftast:
mamma,
af öllu hjarta. Það er falslaus og eilífur hljómur í orðinu. Hvar í heiminum, sem börnin sjá dagsins Ijós, hvort heldur í gyltum vagni eða aumum tötrum, í heiðri eða vansæmd, þá er mamma ætíð kið besta. Getur þá nokkur gleymt mömmu? Já, því miður vill oft svo verða. Við gleymum henni, sem aldrei gleymir okkur. Það er fyrsta spor ógæfunnar. Fleira kemur á eftir. Þegar gleymdist að elska hið eina, gleymdist einnig að elska annað. Þegar gleymdist að elska hana, sem jafnvel á sjálfri dauðastundinni heldur oss föstu taki, hvernig förum vjer þá að muna annað hið góða?
 
Sem fæsta hendi slíkt. En til fremdar hinu fagra og góða, skulum við koma með í pílagrímsgönguna til mömmu. Gefum henni rúm í hjörtum okkar. Reynum að skapa, 2. sunnudag í maí, unað á heimilunum umhverfis hana, gjöra daginn að heiðursdegi hennar, gjöra bjart og hlýtt inni hjá henni. Þeir sem eru fjarri henni, sendi henni hjartanlega kveðju. Þeir sem hafa kvatt hana í hinsta sinn hjer í heimi, gjöri daginn að minningardegi hennar.
 
Kirkja tslands! Jeg bið þig að taka þetta málefni að Þjer.
22. sept. 1932.
Sigurður Z. Glslason.
« Desember »
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31