A A A
  • 1981 - Brynhildur Elín Kristjánsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
06.12.2015 - 08:07 | Hallgrímur Sveinsson

Kafli úr fyrstu hjólabókinni

Ómar Smári með eiginkonu sinni, Ninu Ivanovu, sem er upprunnin í Garðaríki. Þau hjón vinna bæði mikið fyrir Vestfirska forlagið. Nína er grafískur hönnuður með meiru og brýtur um flestar bækur forlagsins.  Ljósm. H. S.
Ómar Smári með eiginkonu sinni, Ninu Ivanovu, sem er upprunnin í Garðaríki. Þau hjón vinna bæði mikið fyrir Vestfirska forlagið. Nína er grafískur hönnuður með meiru og brýtur um flestar bækur forlagsins. Ljósm. H. S.
« 1 af 11 »

Fyrir nokkrum árum byrjaði Vestfirska forlagið að gefas út svokallaðar hjólabækur eftir Ómar Smára Kristinsson. Eru þær nú orðnar fjórar. Fyrsta bókin fjallaði að sjálfsögðu um Vestfirði.

Síðan kom Vesturland, Suðvesturland og í ár kom svo Árnessýsla. Þessar bækur hans Ómars Smára eiga sér enga hliðstæðu hér á landi eftir því sem við best vitum. Það fer vel á því að birta hér kaflann úr bókinni um Svalvogahringinn.

 

Ómar Smári Kristinsson:

 

Svalvogahringurinn

Vinsælasta hjólaleiðin á landinu?

 

Km: 49

Tími: Heill dagur (nema í keppni) (höf. 8 klst.)

Malbik: 0 km

Hentar illa götuhjólum: u.þ.b. helmingur

Illfært öllum hjólum: 0 - 3 km.

2% halli og minna: 15,5 km.

2% til 5% halli: 16 km.

5% halli og meira: 17,5 km. (þar af 6.6 km. 10%+)

Mesta hækkun: 559 m.

Drykkjarvatn: Nóg.

Varúð:  Stopult símasamband.  Sjór getur lokað leið.

 

Leiðarlýsingin

Það er við hæfi að fyrsta leiðin í fyrstu reiðhjólabókinni sé þessi leið.  Hún er ein af þekktustu og vinsælustu hjólreiðaleiðum landsins.  Hún er vettvangur Vesturgötunnar, árlegrar hlaupakeppni sem síðan 2010 er líka hjólreiðakeppni.  Sigurvegarinn í fyrstu keppninni fór hana á 2 tímum og 45 mínútum.  Það met var slegið í sumar.  Eðlilegra er þó að taka heilan dag í þennan hring, enda er margt fallegt og athyglisvert að skoða.  Leiðin er líka gróf, svo mikil hraðferð fer illa með hjólin. 

 

Á köflum liggur leiðin meðfram hrikalegum hengiflugum, ekki við hæfi hinna lofthræddustu, en alltént er skárra fyrir lofthrædda að vera á reiðhjóli en í bíl.  Það þarf að sæta sjávarföllum til að komast leiðina, því utan við Stapadal fer vegurinn á kaf á háflóði. Hvergi eru nein vöð svo mikil að hafa þurfi áhyggjur af.  Það er helst að fara þurfi úr skóm og sokkum eða fara í stígvélin þegar ársprænur í Kirkjubólsdal eru þveraðar.  Hvort sem farið er upp Fossdal eða Kirkjubólsdal á milli fjarða, er um brattar og erfiðar brekkur að fara.  Það þarf að vara sig á steinunum á bruninu niður hinumegin.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31