A A A
  • 1957 - Sólborg Þorgerður Þorláksdóttir
  • 1979 - Þórhildur Björk Sigurðardóttir
  • 1984 - Sigurður Rúnar Ragnarsson
  • 2004 - Eva Katrín Larsdóttir
16.11.2008 - 14:23 | Hallgrímur Sveinsson

Frelsi og agaleysi

Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson
Við lifum á þeim undarlegu tímum, þegar allt virðist leyfilegt. Ekkert má banna og helst má aldrei má segja nei. Sumir vilja halda því fram að við séum á fallanda fæti meðal annars af þessum ástæðum. Hvað sem um það er, sýnist vel við hæfi í dag að rifja upp hvað Jón Sigurðsson sagði um frelsið og agaleysið.

Skólapiltar úr Lærða skólanum í Reykjavík fóru eitt sinn í skrúðgöngu að húsinu Glasgow í Reykjavík, þar sem Jóni Sigurðssyni var haldið samsæti. Hann kom út á tröppurnar, hélt ræðu og mótmælti þeim ummælum, að hann hefði aldrei þekkt bönd. Að þola stjórn og bönd væri eitt af skilyrðum þess að geta orðið nýtur maður, bönd væru jafn nauðsynleg inn á við sem út á við, jafn nauðsynleg fyrir líf einstakra manna sem þjóða. Frelsið án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi, heldur agaleysi og óstjórn.

Þessi orð frelsisforingjans okkar eru íhugunarefni fyrir okkur öll. Og vert er að vekja athygli á því að þau eiga ekki eingöngu við um börn og unglinga. Þau eiga ekki síður við um okkur sem teljumst fullorðin. Orð hans eiga við á öllum sviðum þjóðlífsins. Og aldrei hafa þau hljómað jafn skýrt og verið í jafn miklu gildi og einmitt þessa örlagadaga.
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31