A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
15.03.2010 - 22:44 | Hallgrímur Sveinsson

Ártíðir og afmæli

Ótrúlega margir rugla saman afmælum og ártíðum. Á afmælum og afmælisdögum halda menn upp á fæðingardag eða halda minningarhátíð, svo sem eins og þegar menn héldu upp á 100 ára afmæli Þorsteins Erlingssonar árið 1958, en þá voru liðin hundrað ár frá fæðingu skáldsins. Svo segir í hinni gömlu góðu Íslenzku orðabók Menningarsjóðs handa skólum og almenningi, í ritstjórn Árna Böðvarssonar.

Aftur á móti vandast málið þegar kemur að ártíðunum. Þá kemur alls konar ruglingur til sögunnar. Samkvæmt orðabókinni, sem er eins og hver annar hæstiréttur, þýðir ártíð dánardægur eða dánarafmæli. Árið 1961 héldu menn upp á 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar, svo dæmi sé nefnt. En árið 1979 voru liðin 100 ár frá fráfalli Jóns. Þá héldu menn upp á hundruðustu ártíð hans. Margir segja hundrað ára ártíð. Er það ekki hálfgerður bögglingur?
Og nú eru enn tímamót framundan. Þann 17. júní á næsta ári eru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Hvort skyldum við þá minnast tvö hundruðustu ártíðar, tvö hundruð ára ártíðar eða bara 200 ára afmælis frelsisforingjans?
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31