13.06.2012 - 09:24 | Hallgrímur Sveinsson
500 tonna frumbyggjaréttur
Án nokkurs kinnroða hafa menn selt óveiddan fisk í sjónum hér vestra fyrir jafnvel milljarða, beint fyrir framan nefið á saklausum sérfræðingum í fiskvinnslu og sjósókn, sem við það hafa misst frumburðarrétt sinn og lepja síðan dauðann úr skel. Greifarnir hafa tilkynnt þetta samdægurs og pillað sig svo í burtu með seðlana í sekkjum, ef svo mætti segja. Síðan er sett á langvarandi vinnslustöðvun. Hvað skyldi það nú merkja?
Krummaskuðin bíða nú örlaga sinna. Þar fækkar fólki, fækkar og fækkar meðal annars vegna þessa ómannlega kerfis sem við höfum komið okkur upp en þurfum lífsnauðsynlega að breyta. Spurt er hvort Hornstrandir séu handan við hornið. Margir sjómenn og fiskverkafólk segja, ásamt fjölda landkrabba, að skynsamlegast sé að heimamenn fái að róa til fiskjar með vistvænum veiðarfærum, fiskinum landað heima og unninn þar og hvergi annarsstaðar. Þetta þýðir auðvitað að það verður að úthluta þessum stöðum hluta af heildaraflamarkinu. Það sé einfaldlega þeirra frumbyggjaréttur. Punktur og basta.
Með tilvísan til þessa, hefur komið fram sú tillaga frá Félagi landkrabba á Vestfjörðum að völdum stöðum hér vestra verði úthlutað 500 tonna frumbyggjarétti. Þetta verði alls ekki kallað byggðakvóti né strandveiðar heldur frumbyggjaréttur sem áður segir. Allar gustuka- og miskunnarúthlutanir ættu að heyra sögunni til. Þetta verði bundið algjörlega við eftirtalin byggðarlög hér vestra: Patreksfjörð, Tálknafjörð, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Súðavík. Samtals 3500 tonn þorskígildi í fyrstu ferð. Sértækar aðgerðir? Þá það. Aðrir staðir á landinu sem eru á svipuðu róli mundu svo koma á eftir.
Vandséð er hvað annað getur komið í veg fyrir byggðaflóttann. Það sýna allar skýrslurnar sem áttu að redda málum og kostuðu milljónatugi en liggja nú í skúffum eða búið að fleygja. Svo má einnig kalla þá til vitnis sem farnir eru. Hvað sagði Steingrímur Hermannsson er hann leit yfir farinn veg? Og margir fleiri góðir menn.
Krummaskuðin bíða nú örlaga sinna. Þar fækkar fólki, fækkar og fækkar meðal annars vegna þessa ómannlega kerfis sem við höfum komið okkur upp en þurfum lífsnauðsynlega að breyta. Spurt er hvort Hornstrandir séu handan við hornið. Margir sjómenn og fiskverkafólk segja, ásamt fjölda landkrabba, að skynsamlegast sé að heimamenn fái að róa til fiskjar með vistvænum veiðarfærum, fiskinum landað heima og unninn þar og hvergi annarsstaðar. Þetta þýðir auðvitað að það verður að úthluta þessum stöðum hluta af heildaraflamarkinu. Það sé einfaldlega þeirra frumbyggjaréttur. Punktur og basta.
Með tilvísan til þessa, hefur komið fram sú tillaga frá Félagi landkrabba á Vestfjörðum að völdum stöðum hér vestra verði úthlutað 500 tonna frumbyggjarétti. Þetta verði alls ekki kallað byggðakvóti né strandveiðar heldur frumbyggjaréttur sem áður segir. Allar gustuka- og miskunnarúthlutanir ættu að heyra sögunni til. Þetta verði bundið algjörlega við eftirtalin byggðarlög hér vestra: Patreksfjörð, Tálknafjörð, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Súðavík. Samtals 3500 tonn þorskígildi í fyrstu ferð. Sértækar aðgerðir? Þá það. Aðrir staðir á landinu sem eru á svipuðu róli mundu svo koma á eftir.
Vandséð er hvað annað getur komið í veg fyrir byggðaflóttann. Það sýna allar skýrslurnar sem áttu að redda málum og kostuðu milljónatugi en liggja nú í skúffum eða búið að fleygja. Svo má einnig kalla þá til vitnis sem farnir eru. Hvað sagði Steingrímur Hermannsson er hann leit yfir farinn veg? Og margir fleiri góðir menn.