07.04.2011 - 11:33 | JÓH
Vortónleikar tónlistarnema í Þingeyrarkirkju
Tónlistarnemar í útibúi Tónlistarskóla Ísafjarðar á Þingeyri halda vortónleika sína fimmtudaginn 14. apríl nk. kl. 18:00 í Þingeyrarkirkju. Á dagskránni er samspil áberandi og leika nemendurnir í litlum hópum en einnig leika allir saman í lok tónleikanna. Dagskráin er mjög aðgengileg enda eru mörg laganna þekkt. Má þar nefna lög á borð við Hopelessly devoted to You, Sunset, Sunrise, Fernando, Mamma Mia, Alparós og svo mætti áfram telja. Ákveðið var að halda tónleikana í Þingeyrarkirkju í tilefni af 100 ára afmæli kirkjunnar á þessu ári.
Það eru tónlistarhjónin Krista og Rivo Sildoja sem hafa alla umsjón með tónleikunum.
Það eru tónlistarhjónin Krista og Rivo Sildoja sem hafa alla umsjón með tónleikunum.