A A A
  • 2005 - Guðmundur Brynjar Björgvinsson
03.09.2010 - 00:10 | bb.is

Vinnsla hefst að nýju hjá Vísi

Fiskvinnsla Vísis á Þingeyri.
Fiskvinnsla Vísis á Þingeyri.
Vinnsla hefst að nýju hjá Fiskvinnslunni Vísi á Þingeyri 13. september. Fyrirtækið hefur verið lokað frá 1. júní vegna langvarandi hráefnisskorts. Er vinnslunni var lokað í byrjun júní sagði Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., í Grindavík, sem á og rekur vinnsluna á Þingeyri, að aðeins yrði lokað í tæpa tvo mánuði umfram sumarleyfi. Ástæðan fyrir lokunni sagði hann vera ónógt framboð á fiski og óstöðug markaðsverð. Vísir hóf rekstur á Þingeyri fyrir áratug og starfa þar að jafnaði 25-30 manns. Rúmlega þrjátíu manns bættust á atvinnuleysisskrá eftir að Vísir ehf., sagði upp kauptryggingu hjá flestum starfsmönnum vegna vinnslustöðvunarinnar. Rúmlega 10 manns voru fyrir á atvinnuleysisskrá á Þingeyri og voru því um 40 án atvinnu á staðnum í byrjun sumars.

Auk Þingeyrar er Vísir hf. með starfsstöðvar í Grindavík, á Djúpavogi og á Húsavík en vinnslunni á síðastnefnda staðnum var einnig lokað í þrjá mánuði. Vinnslan hófst þar að nýju í gær. Vísir gerir út fimm báta og landa þeir þar sem hentar hverju sinni. Aflanum er síðan ekið á milli vinnslustöðva eftir þörfum.
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31