A A A
  • 1966 - Steinar Ríkarður Jónasson
30.10.2018 - 14:00 |

Vika 43 í Dýrafjarðargöngum

Í viku 43 voru grafnir 68,2 m í göngunum Dýrafjarðarmeginn. Lengd ganganna í Dýrafirði í lok vikunnar var 102,6 m sem er 6,2% af leggnum sem er eftir og er búið að grafa í heildina 70,3% af göngunum.

Í upphafi vikunnar kom set niður úr loftinu sem var aðeins til vandræða og voru teknar tvær stuttar færur, þ.e. 3 m í stað 5 m, og þurfti að nota netamottur til að styrkja loftið ásamt bergboltum og sprautusteypu. Þegar setið var komið neðar í sniðinu voru aðstæður til graftar góðar og tókst meðal annars að ná tímanum milli sprenginga undir 8 klukkustundir. Efnið úr göngunum hefur verið notað til að stækka plan við steypustöðina.

Í göngunum Arnarfjarðarmeginn var haldið áfram með styrkingar í hægri vegg ganganna. Í lok vikunnar var búið að setja bergbolta á tæplega 1.500 m kafla og sprautusteypa tæplega 800 m langann kafla í heildina.

Engin vegavinna var í gangi í Arnarfirði en í Dýrafirði var lítillega unnið í námum og í veginum. Klárað var að slá upp fyrir nyrðri stöplinum í Mjólkárbrúnni og verður steypt þegar veður leyfir.

Unnið var við að loka og gera klár verkstæði og geymslur ásamt frágangi á skrifstofuhúsnæði.

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31