A A A
  • 1962 - Sigţór Valdimar Elíasson
  • 1993 - Magnús Ellert Steinţórsson
  • 2003 - Hanna Gerđur Jónsdóttir
08.06.2017 - 06:06 | Vestfirska forlagiđ,Blađiđ - Vestfirđir,Björn Ingi Bjarnason

Viđ Djúpiđ blátt – Ísafjarđardjúp: - Ólína Ţorvarđardóttir skrifar árbók Ferđafélags Íslands 2017

Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir er höfundur Árbókar Ferđafélags Íslands 2017. Ísafjarđardjúpiđ er viđfangsefniđ ađ ţessu sinni. Ólína er ađeins önnur konan í níutíu ára sögu Ferđafélagsins sem er fengin til ţess ađ skrifa árbókina.
Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir er höfundur Árbókar Ferđafélags Íslands 2017. Ísafjarđardjúpiđ er viđfangsefniđ ađ ţessu sinni. Ólína er ađeins önnur konan í níutíu ára sögu Ferđafélagsins sem er fengin til ţess ađ skrifa árbókina.
« 1 af 2 »

Út er komin nítugasta árbók Ferðafélags Íslands. Að þessu sinni er Ísafjarðardjúpið við- fangsefnið. Í árbókinni 1949 var farið um norður Ísafjarðarsýslu, hrepp úr hrepp, en nú er Djúpið sjálft tekið út úr, frá Skálavík til Snæfjallastrandar. Höfundur er dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur. Ólína er þaulkunnug svæðinu og kannaði ýmsar gönguleiðir gagngert fyrir árbókina. Þetta er aðeins í annað sinn sem kona skrifar árbókina í langri sögu Ferðafélags Íslands.

Ritstjóri Árbókarinnar er Gísli Már Gíslason og sagði hann í ávarpi sínu við kynningu árbókarinnar að Ólína hefði yfirgripsmikla þekkingu á svæðinu og að hún hefði lagt mikið á sig til þess að gera bókina sem best úr garði.

Fram kom í ávarpi Ólínu að árbækur Ferðafélagsins væru samfelld átthagafræði og –saga. Hún hefði ákveðið að skrifa út frá sínum styrkleikum sem íslenskufræðingur, þjóð- fræðingur og sagnfræðingur. Í upphafi hefði hana dreymt að hún væri örn á flugi yfir Djúpinu og hefði steypt sér niður. Efnistökin tækju mið af þeirri sýn, fyrst væri horft vítt yfir og síðan sjóndeildarhringurinn þrengdur. ‚olína Þorvarðardóttir sagðist vilja segja frá landi og fólki. Því væri efni um gróðurfar, dýralíf, atvinnuhætti og ekki hvað síst væri leitast við að segja frá skaphöfn fólks sem þarna hefur búið og lífsbaráttu þess.

Ólína sagðist vera að flytjast búferlum suður og það væri gott að kveðja Ísafjörð með þessarri bók.

Árbókin er skrifuð á góðu íslensku máli, stíllinn er þjáll og efninu raðað niður skipulega og á einkar læsilegan hátt. Meðal þess sem gerir bókina áhugaverða er efnismikill kafli um höfuðstað Vestfjarða, Ísafjörð. Þar er sagt frá atvinnusögu, en líka frá stjórnmálasögu og menningarsögu og einstökum persónum sem mikið lögðu af mörkum svo sem Ásgeir Ásgeirssyni, kaupmanni, Ragnari H Ragnar, tónskáldi og hjónunum Skúla Thoroddsen og Theodóru Thoroddsen. Fer vel á því að segja að nokkru leyti sögu Theodóru og leyfa henni að njóta sannmælis. Ísfirðingum mun vafalaust þykja, eftir lestur árbókarinnar, að þeir hafi vel verið kvaddir.

Bókin er 272 blaðsíður. Um 170 ljósmyndir og 19 uppdrættir prýða bókina auk rammagreina og yfirlitstaflna. Sem löngum fyrr teiknaði Guðmundur Ó. Ingvarsson kortin og Daníel Bergmann tók flestar ljósmyndirnar en tæplega tveir tugir annarra ljósmyndara eiga einnig myndir í bókinni. Ritstjóri árbókarinnar er Gísli Már Gíslason, og ritnefnd skipa auk hans Daníel Bergmann, Eirríkur Þormóðsson og Guðrún Kvaran.

 

Blaðið Vestfirðir.


« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30