A A A
02.10.2016 - 06:57 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Vestfirsku Alparnir: - Mörg örnefnin þar eru hreint stórkosleg orðasmíð!

Knútur heitinn Bjarnason á Kirkjubóli staddur við Svalvogahamar. Ljósm.: H. S.
Knútur heitinn Bjarnason á Kirkjubóli staddur við Svalvogahamar. Ljósm.: H. S.

Fleiri en marga grunar hafa áhuga á íslenskum örnefnum. Það sýndi til dæmis sá mikli áhugi sem Þórhallur heitinn Vilmundarson prófessor tendraði og uppvakti hjá þjóðinni hér um árið. Þá hélt hann marga fyrirlestra í stærstu samkomuhúsum fyrir fullum sal um náttúrunafnakenningu sína. Troðfyllti Háskólabíó meira að segja nokkrum sinnum.

   Nú skulum við rifja upp til gamans nokkur náttúru- og bæjanöfn hér í Vestfirsku Ölpunum.

 Byrjum á mótum Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslna á Langanesi í Arnarfirði.

   Selamannagat, Gíslasker, Urðarhlíð, Dynjandi, Reynihlíð, Snjódalur, Breiðhilla, Fagureyri, Grelutóttir, Mýrarhús, Merargilsbreiða, Auðkúlubót, Tröllakiki, Gónir, Hlaðsbót, Krákudalur, Kaldbakur, Veturlandafjall, Skútabjörg, Stapi, Stapasund, Hrafnabjörg, Lokinhamrar, Tóargil, Fuglberg, Svalvogar, Svalvogahamar, Arnarnúpur. 



« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30