A A A
  • 1963 - Jóhannes Frank Jóhannesson
  • 1979 - Marika Jopp
27.02.2015 - 20:04 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Vestfirsku Alparnir - Getraun

1.	Séð niður Fossdal í Arnarfirði. Ljósm.: Ómar Smári Kristinsson.
1. Séð niður Fossdal í Arnarfirði. Ljósm.: Ómar Smári Kristinsson.
« 1 af 2 »

Skaginn milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar hefur í seinni tíð oft verið nefndur Vestfirsku Alparnir þar sem hvassbrýnd fjöllin á utanverðum skaganum minna nokkuð á hin þekktu Alpafjöll suður í Evrópu.

   Ferðafrömuðurinn Einar Þ. Guðjohnsen mun líklega fyrstur hafa byrjað að nefna skagann þessu nafni. Ef til er ævintýraheimur landslags þá er hann einmitt á þessum slóðum. Það hafa fáir uppgötvað enn sem komið er.

   Þú ættir að líta á getraunina neðst á síðunni. Ungdómurinn ætti að snúa sér til afa og ömmu, eða pabba og mömmu til að fá aðstoð. Það hafa mjög margir gaman af svona spurningum. 

2.	Utan Lokinhamra í Arnarfirði.
Utan Lokinhamra í Arnarfirði.  Ljósm.: Ómar Smóri Kristinsson.

       Lengst til vinstri heitir Hvammur.

             Þá kemur svokallaður Strengur.

  Svo kemur Tóargil eða Tó og  og svo Tóarháls. Inn af honum heitir bergið Fuglberg

             eða Fuglaberg.

   Þar flaug einu sinni fram af ærin Svöl frá Sigurjóni í Lokinhömrum. Þá var að vísu

  allt undir snjó og svellum.

             Fallið var nokkur hundruð metrar. Það vildi Svöl til lífs að snjódyngja var undir þar

             sem hún lenti.

             Ærin sú lifði í mörg ár eftir það.

        Á miðri mynd neðarlega heitir standurinn Hlíðarstandur.

   Nokkru ofar og ber aðeins í standinn til hægri heitir Tóarkerling.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30