A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
16.12.2017 - 15:50 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Blaðið Vestfirðingur,Björn Ingi Bjarnason

Vestfirska forlagið: - Fimm nýjar bækur að koma úr prentvélunum

Þessa dagana eru að koma út fimm nýjar bækur hjá Vestfirska forlaginu. Fyrr á árinu gaf forlagið út þrjár nýjar bækur.

Þær nýjustu eru þessar:

100 Vestfirskar gamansögur Hallgrímur Sveinsson tók saman.
Í þessari bók eru hundrað sögur úr hinum mikla þjóðsagnabanka Vestfirska forlagsins af Vestfirðingum. Flestar hafa þær komið á prenti áður í bókunum að vestan og víðar. Sögurnar lýsa orðheppni Vestfirðinga og hæfileika þeirra til að fanga augnablikið. Græskulaus gamansemi, sem allir hafa gott af, er aðalsmerki hinna vestfirsku sagna. Þessa bók köllum við Rauða kverið.

Vestfirðingar til sjós og lands - Gaman og alvara fyrir vestan Hallgrímur Sveinsson tók saman.
Bók þessi hefur að geyma ýmsar frásagnir af Vestfirðingum, lífs og liðnum. Bæði í gamni og alvöru. Tilgangurinn: Að vekja athygli og áhuga á Vestfjörðum og innbyggjurum þeirra fyrr og síðar. Til þess var Vestfirska forlagið einmitt stofnað. Kannski bara af hugsjón. En ekki til að græða peninga.

Fortunu slysið í Eyvindarfirði á Ströndum 1787 Eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni og Jón Torfason.
Strandlengjan, frá Hornbjargi og langt suður eftir Ströndum, með öllum sínum flóum, fjörðum og annesjum, var löngum annáluð fyrir að vera hættuleg skipum, stórum og smáum, enda hafa farist þar ótal skip í tímans rás. Hér er sagt frá þeim hörmungaratburðum sem áttu sér stað þegar kaupskipið Fortuna strandaði í Eyvindarfirði á Ströndum í september 1787. Öll áhöfn skipsins týndi lífinu. Halldór Jacobsson, sýslumaður á Felli í Kollafirði, sem kunnur er af afskiptum sínum af Fjalla- Eyvindi og Höllu, stjórnaði rannsókn Fortunu strandsins. Ekki var þar allt sem sýndist og ýmislegt athugavert við meðferð sýslumanns á strandgóssinu. Skjölin sem geyma þessa 230 ára gömlu sögu, og hér er stuðst við, eru öll varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands.

Eftirtaldar bækur voru áður komnar út á árinu hjá Vestfirska forlaginu:

Hjólabókin, 5. bók, Rangárvallasýsla eftir Ómar Smára Kristinsson.

Þorp verður til á Flateyri, 2. bók eftir Jóhönnu G. Kristjánsdóttur.

 

Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18. febrúar 1943- eftir sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson.


Vestfirskar sagnir, 4. hefti, Helgi Guðmundsson safnaði.

Sólin er klukkan sjö á Hreiðarstaðafjallinu - Ævi mín í pörtum eftir Jóhannes Sigvaldson búnaðarráðunaut og tilraunastjóra á Akureyri.





 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31