A A A
13.11.2016 - 06:46 | Vestfirska forlagið,ruv.is

Vestfirðir fá umhverfisvottun

Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa hlotið silfurvottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck. Til að fá vottun þurfa sveitarfélögin að uppfylla ýmis skilyrði í starfsemi sinni hvað varðar innkaup, orkunotkun, vatnsnotkun, sorpförgun og endurvinnslu. Meðal verkefna sem hafa sprottið út frá umhverfisvottunarferlinu er Plastpokalausir Vestfirðir.

 

Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa unnið að því að fá vottun frá árinu 2012 en samtökin EarthCheck eru alþjóðleg samtök með höfuðstöðvar í Ástralíu og eru þau einu sem umhverfisvotta starfsemi sveitarfélaga. Sveitarfélögin vilja með þessu sýna fordæmi og efla umhverfisvitund en þau fylgja í fótspor sveitarfélaga á Snæfellsnesi sem eru einnig með vottun frá EarthCheck.

 

Lína Björg Tryggvadóttir er verkefnastjóri verkefnisins hjá Fjórðungssambandi Vestfjarða. Hún segir að sveitarfélögin hafi ráðist í verkefnið á sínum tíma vegna þess að þau fundu fyrir kröfu um vottun sem þessa bæði frá ferðaþjónustunni og matvælaiðnaðinum til að tryggja að samfélagið standist þá ímynd sem er af svæðinu. Þá sé það einnig samfélaginu til góða að auka umhverfisvitund.

 

Sveitarfélögin fengu silfurvottun í þetta skiptið sem gildir í eitt ár en Lína Björg segir að á meðan sveitarfélögin leitist enn eftir því þá verði unnið áfram í verkefninu til að fá gullvottun. Þótt ástandið hjá sveitarfélögunu sé gott megi enn gera betur.


« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30