A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir

„En nú falla vötn öll til Dýrafjarðar og mun eg þangað ríða enda er eg þess fús“ sagði Vésteinn Vésteinsson mágur Gísla Súrssonar í samnefndu verki, Gísla saga Súrssonar. Þetta sagði Vésteinn er hann horfði af Gemlufallsheiði yfir Dýrafjörðinn. Um margt má deila um ætlaðar tilfinningar Vésteins á þessari stundu en engum leynist þó eldmóðurinn er Vésteinn ákveður að halda til móts örlögum sínum og berjast heldur en að hörfa. 
Verkefni Byggðastöfnunnar, Brothættar byggðir, sem einmitt hefur hlotið vinnuheitið hér á Þingeyri „Öll vötn til Dýrafjarðar“ býr að þessum sama eldmóði er það tekur nú flugið, en auglýst hefur verið eftir verkefnastjóra fyrir verkefnið. Verkefnastjórinn gegnir hlutverki leiðtoga verkefnisins ásamt verkefnastjórn og starfar hann í umboði hennar að aðgerðum til eflingar byggðar og mannlífs á Þingeyri.

Marmkið verkefnisins
Engum dylst að mörg smærri byggðarlög á landsbyggðinni eiga undir högg að sækja og hafa þurft að þola áföll sem ógnað hafa atvinnuöryggi íbúa með tilheyrandi fólksfækkun og erfiðleikum. Flest þeirra smærri byggðarlaga sem nú standa höllum fæti eiga það sameiginlegt að hafa eitt sinn verið blómleg og þrifist með ágætum. Á vefsíðu verkefnis Brothættra byggða segir „Meginmarkmið verkefnisins er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og í sveitum landsins en verkefnið miðar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Þeim aðferðum sem er beitt er ætlað að stuðla að valdeflingu, sem birtist m.a. í fyrirkomulagi funda og í ferlinu í heild sinni.“ Verkefnið er unnið í krafti fólksins og lausnirnar eru sniðnar að þörfum hvers byggðarlags fyrir sig. Nánar um verkefnalýsingu verkefnisins má finna hér


Tækifærin til staðar
Á Þingeyri eru innviðir sterkir og framtíðarmöguleikar bjartir. Með opnun Dýrafjarðarganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og lagfæringar á veg um Dynjandisheiði opnast mikilvæg tenging milli vestur og suður fjarðanna á Vestfjarðarkjálkanum en samskipti þar á milli hafa verið miklum erfiðleikum bundin yfir vetrarmánuðina vegna slæmra samgangna. Með þessum aðgerðum færist Þingeyri í miðju þessarar tengingar og í því eru mörg tækifæri fólgin. Starf verkefnastjóra verkefnisins felur í sér að vinna náið með íbúum að uppbyggingu og nýsköpun í atvinnu og þróun byggðarinnar. 

Atvinna ekki lengur eins bundin staðsetningu og áður
Hreyfanleiki í atvinnustarfsemi og -þátttöku hefur aukist. Með tilkomu internetsins skiptir starfssöðin sjálf sífellt minna máli og atvinna ekki endilega bundin við þær atvinnugreinar sem fyrir eru á hverjum stað. Ungt fólk sem flyst frá smærri byggðarlögum til að sækja sér menntun hefur nú betri möguleika en nokkru sinni til að flytja til baka og sinna störfum samvkæmt sinni menntun. Á landsbyggðinni felast góðir möguleikar fyrir ungt fólk s.s. hvað varðar búsetu því segja má að hækkandi íbúðaverð og erfiðleikar á leigumarkaði í höfuðborginni hafa ekki gert ungu fólki auðvel um vik. Þessi staðreynd býður ungu fólki og smærri byggðarlögum möguleika á að vinna saman, þar sem skapa má hagstæð skilyrði fyrir ungt fólk til að flytjast með fjölskyldu og jafnvel atvinnu, sem síðan skilar tilheyrandi ávinningi til byggðarlaganna.

Íbúaþing og auglýsing um starf verkefnastjóra
Á afar vel sóttu og kröftugu íbúaþingi sem nýlega var haldið á Þingeyri, sem fyrsti liður í verkefni Brothættra byggða, komu fram margar hugmyndir að bættu samfélagi og skýr vilji íbúa til að fjárfesta í fólki því ljóst er að mannauður er dýrmæt auðlind. Hugmyndir fundarins verða hafðar að leiðarljósi í verkefninu en verkefnastjóri hefur þær til að bygga vinnu sína á. 
Starf væntanlegs verkefnastjóra er 100% starf sem skiptist í 50% stöðu verkefnastjóra Brothættra byggða og 50% önnur verkefni Vestfjarðastofu en það býður upp á gott tengslanet og samvinnu milli stofnanna. 

 

Nánari upplýsingar um starf verkefnastjóra má finna hér á vefsíðu Vestfjarðarstofu. Umsóknarfrestur er til 22. maí 2018.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31