A A A
  • 1988 - Viğar Örn Ísleifsson
17.09.2012 - 06:45 | BIB

Vegurinn heitir Kjaransbraut

Kjaransbraut.
Kjaransbraut.

Vegurinn hans Ella Kjaran milli Keldudals í Dýrafirði og Stapadals í Arnarfirði verður sífellt vinsælli.

Þar ganga menn, hjóla, aka og hlaupa og gera allt mögulegt. Í því sambandi hafa mörg nöfn verið tengd vegi þessum.

Það er því tímabært að rifja það upp að vegur sá hefur hlotið nafn og kallast Kjaransbraut og ætti að teljast nokkuð eðlilegt.

"Er frá því að segja að fyrir allmörgum árum var Matthías Bjarnason, Elís Kjaran og fleiri staddir í eldhúsinu á Hrafnseyri að drekka kaffi hjá frú Guðrúnu Steinþórsdóttur. Þá kvað Matthías upp úr með það, þá nýlega hættur sem samgönguráðherra, að það væri helvíti hart að þurfa að viðurkenna það, að þessi troðningur hans Ella fyrir nesið  væri betri yfirferðar á köflum en sjálfur þjóðvegurinn í Arnarfirði og yfir Hrafnseyrarheiði, en þá var hann með versta móti. Taldi Matthías að verðugt væri að troðningurinn hlyti nafn og stakk upp á að hann yrði kallaður Kjaransbraut."

Frásögnina er að finna í riti sem gefið verður út af Vestfirska forlaginu og er ritstýrt af Hlyni Þór Magnússyni. Í ritinu verða léttar sögur og sagnir af Vestfirðingum lífs og liðnum. Fyrst og fremst gamanmál til að létta mönnum í sinni, en slíkar bækur eru orðnar býsna margar sem Vestfirska forlagið hefur gefið út á liðnum árum.

« Júní »
S M Ş M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30