A A A
  • 1956 - Ingibjörg Sigríđur Jónsdóttir
Formenn átthagafélagsnna.
Formenn átthagafélagsnna.
« 1 af 30 »

Átthagafélögin úr  Vestur-Ísafjarðarsýslu; Dýrfirðingafélagið, Önfirðingafélagið og Súgfirðingafélagið og Hljómsveitin Æfing frá Flateyri stöðu fyrir glæsilegum Vorfagnaði í Súlnasalnum á Hótel Sögu í Bændahöllini í Reykjavík , föstudagskvöldið 17. apríl 2015.

Mjög góð þátttaka brottfluttra var og einnig komu allnokkrir að vestan til hátíðarinnar. Rúmlega 200 manns sátu borðaldið með frábærri dagskrá. Síðan komu vel á annað hundarð til viðbótar á dansleikinn með Hljómsveitinni  Æfingu þannig að vel á fjórða hundrað þátttakendur voru í heildina á Vorfagnaðinum.

Formenn átthagafélaganna settu hátíðina og stýrðu fagmannlega dagskráratriðum.

Formenn félagsnna eru:

Bergþóra Valsdóttir formaður Dýrfirðingafélagsins,

Eyþór Eðvarðsson formaður Súgfirðingafélagsins

og Jón Svanberg Hjartarson formaður Önfirðingafélagsins.

Fulltrúar ungafólksins úr Dýrafirði fluttu tvö lög en það  voru þau Agnes og Arnar sem gerðu það gott í „Ísland got Telent“ á Stöð 2 í vetur.

Emil Ragnar Hjartarson f.v. skólastjóri á Flateyri steig á stokk og rifjaði upp ýmsilegt frá fyrri tíð vestra á sinn léttleikandi hátt og voru Héraðsmótin að Núpi í Dýrafirði oft nefnd til sögu.

Súgfirska danssveitin Grárófurnar var með dansatriði og voru nokkrir nýir dansarar frá hinum fjörðunum teknir með í danssýninguna.

Jóhannes Kristjánsson  „grínari“ frá Brekku á Ingjaldssandi  fór á kostum með sínar landsfrægu persónur að vestan og víðar að af landinu.

Hljómsveitin Æfing útnefndi Björn Inga Bjarnason frá Flateyri sem „Stærsta aðdáanda“  Hljómsveitarinnar Æfingar frá upphafi og færði honum heiðursskjöld þessu til staðfestingar.

Þá gaf Björn Ingi Bjarnason Hljómsveitinni Æfingu  „frumseintök“ af fyrsta bindi sögu Æfingar sem verið er að skrifa og verður í mörgum bindum.
Ritstjóri þessa fyrsta bindis er Júlía B. Björnsdóttir, menningarfrömuður í Berlín en hún vann þessa bók upp úr gagnasöfnum Björns Inga Bjarnasonar á Eyrarbakka og Guðmundar Jóns Sigurðssonar í Reykjavík.

Síðan var dansleikur með Hljómsveitinni Æfingu með troðfullu dansgólfi frm til kl. 2 um nóttina.

Hljómsveitina Æfingu skipuðu að þessu sinni:
Árni Benediktsson – gítar - söngur
Siggi Björns – gítar - söngur
Ásbjörn Björgvinsson  - bassi - söngur
Halldór Gunnar Pálsson – gítrar - söngur
og nýir Æfingarmenn þeir:
Óskar Þormarsson á trommur

og Pálmi Sigurhjartarson á hljómborð - og söngur.

Jón Ingiberg Guðmundsson einn af hinu föstu Æfingarmeðlimum var bundinn við störf í Noregi.

Gríðarleg ánægja allra var með þennan glæsilega Vorfagnað og margir settu strax fram óskir um að yrði aftur næsta vor.

Björn Ingi Bjarnason og Guðmundur Jón Sigurðsson færðu Vorfagnaðinn til myndar og eru rúmlega 150 myndir hér í þremur söfnum.

Smella á þessa r slóðir:

1. Safn: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/271458/

2. Safn: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/271459/

3. Safn: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/271460/

B
jörn Ingi Bjarnason.

« Febrúar »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28