A A A
  • 1956 - Jan L Hatten-Svenna
  • 1970 - Guđrún Rakel Brynjólfsdóttir
  • 1988 - Pétur Eggert Torfason
30.10.2017 - 06:25 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Bókaútgáfan Sćmundur á Selfossi,Björn Ingi Bjarnason

Útgáfuhátíđ fjögurra bóka

Bókin VItavörđurinn er eftir Súđvíkinginn Valgeir Ómar Jónsson.
Bókin VItavörđurinn er eftir Súđvíkinginn Valgeir Ómar Jónsson.
« 1 af 3 »

Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi efnir til útgáfuhátíðar fjögurra nýrra bóka í Safnaðarheimili Grensáskirkju í Reykjavík í kvökd, mánudagskvöldið 30. október 2017.

Höfundarnir sem stíga á stokk eru Þórður Tómasson sem sendir frá sér bókina Um þjóðfræði mannslíkamans, Guðfinna Ragnarsdóttir með bókina Sagnaþættir Guðfinnu, Vestfirðingurinn úr Súðavík, Valgeir Ómar Jónsson, með bókina Vitavörðurinn og Garðar Olgeirsson með bókina Ævintýri Stebba. 

Húsið opnar klukkan 20 og eru allir velkomnir.
Ókeypis veitingar í boði útgefanda. 

 

Vitavörðurinn

 

Valgeir Ómar Jónsson, barnabarn Þorbergs Þorbergssonar vitavarðar á Galtarvita hefur gefið út bók um þessa einstöku en óskemmtilegu reynslu þegar breski herinn handtók nokkra Vestfirðinga og flutti í fangelsi í Bretlandi.

Á bakhlið bókarinnar er efni hennar lýst með þessum hætti:

Laust eftir miðnætti aðfaranótt 9. júní 1941 stóðu fjórir alvopnaðir breskir hermenn við vitavarðarhúsið á Galtarvita. Erindi þeirra var að handtaka vitavörðinn Þorberg Þorbergsson og flytja í fangelsi í Bretlandi. Áður en þeir gætu haldið frá landi með stríðsfangann varð hann sjálfur að gera við bát hermannanna sem brotnað hafði í fjörunni.

Sök vitavarðarins var að hafa skotið skjólshúsi yfir þýskan flóttamann. Ferðin til Bretlands var fyrsta utanför Þorbergs og honum minnisstæð. Í bókinni rekur Valgeir Ómar Jónsson sonarsonur Þorbergs sögu afa síns og samferðamanna hans og framvindu þessa sérstæða máls.


« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30