A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
26.10.2016 - 07:45 | bb.is,Vestfirska forlagið

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri í dag 26. okt. 2016

Á Mýrafelli: séð inn Dýrafjörð og til Þingeyrar.
Á Mýrafelli: séð inn Dýrafjörð og til Þingeyrar.

Á undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars hefur verið horft til annarra norrænna ríkja en þar hefur kosningaþátttaka einnig breyst til hins verra. Þar hafa verið gerðar tilraunir með aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu með ýmsum hætti. Þær tilraunir eru sagðar hafa aukið kosningaþátttöku merkjanlega. 

Fyrir forsetakosningarnar í sumar var ákveðið í samstarfi sambandsins og sýslumanna á Íslandi að gera tilraun með aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu með vísan til ákvæða í lögum um kosningar um að sýslumenn geti ráðið sérstaka trúnaðarmenn til þess að annast störf kjörstjóra við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. 

Í tilrauninni tóku 16 sveitarfélög og byggðasamlög þátt og var almenn ánægja með hvernig til tókst. Sérstaklega var mikil ánægja hjá þeim sem nýttu sér þessa auknu þjónustu í heimabyggð og þurftu því ekki að fara um langan veg til þess að geta kosið utan kjörfundar hjá sýslumönnum. 
Innanríkisráðuneytið óskaði eftir því í ágúst að sambandið og sýslumenn beittu sér fyrir því að boðið yrði upp á aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu í samstarfi við sveitarfélög við alþingiskosningarnar á laugardaginn. 

Í Ísafjarðarbæ verður utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri í dag, miðvikudaginn 26. október2016 milli kl. 14 og 16 í heilsugæslustöðinni. 

 

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31