A A A
  • 1902 - fæddist Halldór Laxness
  • 1950 - Ólafía Sigurjónsdóttir
  • 1965 - Kristbjörg Bjarnadóttir
  • 1989 - Harpa Sjöfn Friðfinnsdóttir
  • 1990 - Snorri Karl Birgisson
  • 1998 - Magnús Freyr Jónasson

Nú er árinu senn að ljúka og fara þá margir að huga að föstum liðum sem tengjast áramótunum s.s. flugeldum og áramótabrennu. Mörgum þykir ómissandi að hitta vini og vandamenn við brennuna, ylja sér og dáðst að lifandi bálkesti í öruggum aðstæðum. Þá er viðeigandi að fara stuttlega yfir upplýsingar um bálkesti úr Reglugerð um meðferð elds og varna gegn gróðureldum sem gilda um áramótabrennur til að tryggja að allt fari fram með ábyrgum hætti og alli geti notið stundarinnar. 

Samkvæmt reglugerðinni má aðeins safna brennuefni saman á brennustað eftir jól, eða frá 27. desember. Þá er kveðið á um í starfsleyfi heilbrigðiseftirlits um hvað megi brenna, en það er eingöngu: hreint timbur, bækur og pappír. Ekki má brenna meðhöndlað timbur s.s. fúavarið eða málað né spónarplötur eða samlímt timbur.

 

Rétt er að benda á að um brennu er að ræða en ekki förgunarstað þannig að húsgögn og allt annað sem fólk vill losna við á fara í söfnunargáma, ekki á brennuna.

Ábyrgðarmaður brennunnar í ár hér á Þingeyri er Þórir Örn Guðmundsson:

„Ég hef tekið að mér að vera ábyrgðarmaður fyrir brennuna að þessu sinni og vonast eftir góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi og vona að allir virði þær reglur og hvaðir sem reglugerð og starfsleyfi setja mér.

 

Vona að flestir geti safnast saman við brennuna á gamlárskvöld og notið stundarinnar í góðravina hópi. Að venju verður kveikt í bálkestinum kl. 20.20.“

Eftirfarandi er reglugerð um bálkesti en reglugerðina í heild sinni má lesa hér




Bálkestir.

18. gr.

Almennt um bálkesti og brennu.

Óheimilt er að brenna bálköst nema samkvæmt skriflegu leyfi sýslumanns, skv. 21. gr. Ekki þarf þó leyfi sýslumanns til að brenna bálköst þar sem brennt er minna en 1 m³ af efni.

Ef ætla má að brenna standi yfir í meira en einn klukkutíma skal afla starfsleyfis frá heilbrigðisnefnd samkvæmt reglugerð nr. 785/1999.

Stærð og umfang á bálkesti skal takmarka við brennutíma, þ.e. að góður logi standi ekki lengur en skemmtan við brennu, eða um fjórar klukkustundir að hámarki. Séð skal til þess að ekki logi lengur í brennu en í 14 klukkustundir.

Óheimilt er að safna efni á brennustæði á öðrum tíma en tilgreindur er í leyfi. Fyrir áramótabrennur skal söfnun á brennustæði að jafnaði ekki hefjast fyrr en 27. desember.

Gæta skal ýtrustu varkárni þegar bálkestir eru hlaðnir og við brennur og varðelda, m.a. um stað­setningu og efni sem notað er. Þess skal gætt að valda ekki óþarfa ónæði eða óþægindum. Bál­köstur skal hlaðinn þannig að ekki sé hætta á hruni þannig að hætta skapist af. Gengið skal þannig frá bálkesti að ekki sé hætta á að efni fjúki úr honum. Gæta skal varúðar, sbr. 3. gr., m.a. skal slökkt í þegar brenna er yfirgefin.

Við meðferð skotelda við bálkesti skal gæta þess að þeir valdi ekki hættu fyrir fólk og kveiki ekki í sinu og valdi gróðureldum. Öll meðferð skotelda skal vera í samræmi við ákvæði vopnalaga.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30