28.10.2008 - 23:07 | bb.is
Um 450 þíg. tonn til Ísafjarðarbæjar
Ísafjarðarbæ hefur verið úthlutað rúmlega 450 þíg. tonnum fyrir fiskveiðiárið 2006/2007 samkvæmt endurúthlutun Fiskistofu á byggðakvóta. Byggðakvóta sveitarfélagsins er skipt þannig niður að 87 þíg. tonn koma í hluta Þingeyrar sem skiptist niður á fimm báta. Flateyri fær í sinn skerf 29 þíg. tonn sem deilt er til þriggja báta. Suðureyri fær 93 þíg. tonn fyrir tíu báta. Hnífsdalur 22 þíg. tonn fyrir einn bát skips og Ísafjörður fær í sinn hlut 223 þíg. tonn fyrir sex báta. Frá því er greint á vef Fiskistofu að úthlutun byggðakvóta þess fiskveiðiárs er nú endanlega lokið. Samtals var úthlutað 4.213.637 þorskígildiskílóum af þeim 4.383.000 sem skipt var milli einstakra byggðarlaga.