A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
28.08.2016 - 07:33 | Ungmennafélag Íslands,Vestfirska forlagið

UMFÍ - Opnað fyrir umsóknir í Íþróttasjóð

Frá Héraðsmóti að Núpi í Dýrafirði fyrir nokkrum áratugum. Ljósm.: BIB
Frá Héraðsmóti að Núpi í Dýrafirði fyrir nokkrum áratugum. Ljósm.: BIB

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Íþróttasjóð Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Ungmenna- og íþróttafélög og aðrir sem starfa að íþróttamálum og útbreiðslu eða fræðsluverkefnum og rannsóknum á sviði íþrótta geta lagt inn umsókn um styrk úr sjóðnum fyrir næsta ár.

 

Umsóknarfrestur er til 1. október næstkomandi.

 

Úr sjóðnum eru meðal annars veitt framlög til fjölda verkefna á vegum ungmennafélaga og íþróttafélaga sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.

 

Markmið Íþróttasjóð er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, aukinni þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarfi, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og viðringu íþróttastarfs í samfélaginu.

 

 

Hvernig verkefni styrkir Íþróttasjóður?

Verkefnin þurfa að falla að markmiðum Íþróttalaga en þar segir m.a. að íþróttir séu hvers konar líkamleg þjálfur sem stefnir að því að auka líkamlegt og andlegt atgervi, heilbrigði og hreysti.

 

Á meðal þeirra verkefna sem hlotið hafa styrki úr Íþróttasjóði í gegnum tíðina eru nýtt dómarakerfi fyrir Dansíþróttasamband Íslands, kynning á ringó, endurnýjun á æfingadýnum, kaup á öryggisbúnaði í fimleikasal, kaup á þjálfunarbúnaði til skotæfinga, forvarnarfræðsla í menntaskólum og langtímarannsókn á þróun hreyfingar og íþróttaiðkun ungra Íslendinga.

 

Hér má sjá fyrri úthlutanir úr Íþróttasjóði.

 

 

Hvernig á að sækja um?

 

Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á www.rannis.is.

 

Umsóknum skal skila á rafrænu formi fyrir klukkan 17:00 1. október 2016.

 

Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson, andres.petursson@rannis.is og í síma 515-5833

 

Ungmennafélag Íslands - UMFÍ

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31