A A A
  • 1911 - fæddist Matthías Guðmundsson
Frá vinstri. Gylfi Þ. Gíslason, Jón Baldvin og Hannibal Valdimarsson. Ljósm. heimur.is.
Frá vinstri. Gylfi Þ. Gíslason, Jón Baldvin og Hannibal Valdimarsson. Ljósm. heimur.is.
« 1 af 2 »

Jón Baldvin Hannibalsson er einn af okkar merkustu stjórnmálamönnum. Í bókinni Tilhugalíf, kaflar úr þroskasögu stjórnmálamanns, sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók saman og Vaka Helgafell gaf út 2002, kennir ýmissa grasa úr lífshlaupi þessa vestfirska stjórnmálamanns og eiginkonu hans, Bryndísar Schram. Bók þessi er með afbrigðum skemmtileg. Er vel við hæfi að vitna nokkuð í hana nú á þessu kosningasumri.

   Í bók sinni segir Jón Baldvin margt af föður sínum, Hannibal. Ýmislegt kemur þar á óvart. Á bls. 222 gerir hann samanburð á þeim vopnabræðrum um skeið, Hannibal og Lúðvík Jósepssyni.

Jón Baldvin segir:

   „Annars var margt líkt með Hannibal og Lúðvík, þrátt fyrir aldursmun upp á rúman áratug. Báðir voru þeir útkjálkamenn sem ólust upp við kröpp kjör sem meitluðu hug og stældu kjark. Báðir áttu þeir eftir að sækja að höfuðborginni, annar að vestan, hinn að austan, og sitja í ríkisstjórnum saman. Þeir voru ólíkir menn og stundum fannst mér eins og Lúðvík væri austfirska útgáfan af Hannibal. Þeir völdu þó gerólíkar leiðir. Vestfirðingar nota tungumálið til að tjá sig með því; segja hug sinn allan og eru einatt misskildir. Hannibal var erki-Vestfirðingur, tilfinningaríkur og örgeðja. Og kaus fremur stríð en frið, ætti hann tveggja kosta völ. Hann hirti aldrei um að líta um öxl til að sjá hvort einhver fylgdi honum að málum. Lét skeika að sköpuðu. Lúðvík var allt annarrar gerðar, þótt honum gengi hið sama til; að rétta hlut síns fólks. Hann notaði tungumálið einatt til að leyna hugsun sinni, tefldi ekki á tvær hættur og trúði á skipulagið umfram garpskapinn. Hannibal var sjarmör sem hreif fólk með sér. Lúðvík var vinnuhestur sem vann fólk til fylgilags með hægðinni. Báðir voru pólitíkusar af Guðs náð. Þeir áunnu sér virðingu andstæðinganna sem komust að því þegar á reyndi að við menn væri að eiga.“ 


 

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30