A A A
  • 1943 - Kristjįn Gunnarsson
31.08.2011 - 11:33 | JÓH

Tuuli Rähni rįšin deildarstjóri

Hjónin Tuuli Rähni og Selvadore Rähni.
Hjónin Tuuli Rähni og Selvadore Rähni.
Píanóleikarinn Tuuli Rähni hefur nú verið ráðin sem deildarstjóri útibús Tónlistarskóla Ísafjarðar á Þingeyri á komandi vetri. Henni til aðstoðar við kennsluna verður maður hennar, klarinettuleikarinn Selvadore Rähni. Saman munu þau bjóða upp á fjölbreytt námsframboð, píanó, harmóníku, blokkflautu, þverflautu, klarinett, saxófón, kornett, gítar, bassa, trommur, hljómsveitastarf og dægurlagasöng. Þau Tuuli og Selvadore eru búsett í Bolungarvík þar sem hann starfar sem skólastjóri við Tónlistarskólann. Þau hafa starfað á Íslandi frá árinu 2005, en þar áður höfðu þau starfað í Japan. Tuuli og Selvadore eru bæði afar vel menntaðir kennarar og einstaklega færir hljóðfæraleikarar, en þau héldu einmitt saman metnaðarfulla tónleika í Hömrum sl. vor, auk þess sem þau komu fram á 100 ára afmæli Þingeyrarkirkju.
« Maķ »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31