A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
17.08.2015 - 06:53 | Elfar Logi Hannesson,BIB

Topp tíu listi Kómedíu

Elfar Logi Hannesson sem Gísli Súrsson.
Elfar Logi Hannesson sem Gísli Súrsson.

Það er sumar meira að segja sól þegar þessar línur eru ritaðar. Nú eru hin eiginilegu áramót leikhússins við byrjuðum í sumarfríi í gær sem stendur alveg til 18. ágúst 2015.

Líkt og siður er við áramót þá er gaman að kikka á það sem gert hefur verið ekki bara á leikárinu sem er að kveðja heldur og öllum hinum. Hvað hefur gengið vel hvað ekki eins vel. Án þess þó að dett í einhverja fortíðarþrá og allt betra en gamla daga frasa. Heldur miklu frekar ylja sér við góðar minningar og horfa fram á veginn. Hvað ber komandi leikári í skauti sér? 

Með öllum þessum hugsunum um fortíð og framtíð var tekin saman topp tíu listi yfir vinsælustu sýningar okkar. Að vanda er það mjólkurkýrin okkar Gísli Súrsson sem vermir toppsætið hefur verið sýndur 300 sinnum og margar sýningar framundan á komandi leikári. Gaman er að segja frá því að næstu tvær sýningar tengjast saman listamanninum nenfilega Guðmundi Thorsteinssyni sem flestir þekkja betur undir gælunafninu Muggur. Sá listamaður er og í miklu uppáhaldi hjá Kómedíuleikhúsinu og Kómedíuleikaranum. Þó það sé rétt á frumstigi þá má geta þess að Kómedíuleikarinn er einmitt að rita barnabók um Mugg þessi misserin. 

Hér er topp tíu listinn okkar, sjáumst hress á komandi leikári.

 

    Leikrit                                         Sýningarfjöldi

1. Gísli Súrsson                                 300

2. Dimmalimm                                   74

3. Búkolla - Ævintýraheimur Muggs       37

4. Heilsugæslan                                 36

5-7. Bjarni á Fönix                              31

5-7. Jólasveinar Grýlusynir                  31

5-7. Pétur og Einar                             31

8. Bjálfansbarnið og bræður hans         28

9. Fjalla-Eyvindur                               27

10. Jón Sigurðsson - Strákur að vestan  24

 

Elfar Logi Hannesson

25. júlí 2015

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30