25.11.2008 - 01:53 | bb.is
Tónlistarnemar á Þingeyri halda tónleika
Tónlistarnemar í útibúi Tónlistarskóla Ísafjarðar á Þingeyri halda tónleika í félagsheimili staðarins í kvöld. Þeir leika á ýmis hljóðfæri svo sem fiðlu, gítar, harmóníku, píanó og blokkflautu auk þess sem Sönghópur skólans kemur fram. Dagskráin er fjölbreytt, fyrir hlé er að mestu einleiksatriði en eftir hlé er samleikur í aðalhlutverki. Í hléi verður selt kaffi. Umsjón með tónleikunum og dagskránni hafa tónlistarhjónin Krista og Raivo Sildoja sem starfað hafa á Þingeyri undanfarin ár. Tónleikarnir hefjast kl. 19.