Tónleikar Sigga Björns og Franziska Gunther í Vagninum á Flateyri 14. feb. 2016
Hinn eini sanni Siggi Björns treður upp á Vagninum á Flateyri, sunnudagskvöldið 14. febrúar 2016 kl. 20:30, ásamt Franzisku Gunther. Þau spila lög úr eigin smiðju í bland við standarda og segja jafnvel skemmtisögur inn á milli.
Siggi Björns og Franziska hafa spilað og samið saman upp á síðkastið, en kynntust fyrir mörgum árum síðan á Bornholm, þar sem Franziska sat barnung við sviðið, hámaði í sig ís og gleypti í sig allt sem Siggi spilaði. Þegar hún steig svo á svið til að taka eitt lag með söngvaranum ástsæla nokkrum árum síðar kom í ljós hörkutalent, með orðum Sigga.
Eftir að hafa fallið fyrir Vestfjörðum og Flateyri á hvíta tjaldinu, í myndunum Í faðmi hafsins og París Norðursins, er Franziska nú loks komin vestur - og að sjálfsögðu geta þau Siggi Björns ekki látið hjá líða að troða upp á Vagni allra landsmanna.
2000 krónur í hurð.
Allir hjartanlega velkomnir með húsrúm leyfir.