A A A
  • 1960 - Ragnar Gunnarsson
  • 1993 - Guđbjartur Sigurđur Konráđsson
30.11.2015 - 08:08 | Morgunblađiđ,BIB

Tónleikar Jóns Kr. á mynddiski

Söngvarinn Jón Kr. Ólafsson á kveđjutónleikum sínum síđastliđiđ sumar. Ljósm.: Gunnlaugur Júlíusson.
Söngvarinn Jón Kr. Ólafsson á kveđjutónleikum sínum síđastliđiđ sumar. Ljósm.: Gunnlaugur Júlíusson.
« 1 af 2 »
Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal, hélt síðastliðið sumar tónleika í sal FÍH og sagði þá vera kveðjutónleika sína, haldna í tilefni af 75 ára afmæli hans. Tónleikarnir voru kvikmyndaðir og hefur Jón nú gefið þá út á mynddiski.

„Að þessum tónleikum komu margir góðir tónlistarmenn, hljóðfæraleikarar, söngvarar, tæknimenn og allir sem gerðu sitt besta til að gera þetta að listviðburði og má ekki gleyma tónleikagestum sem voru dásamlegir,“ segir Jón Kr. í tilkynningu. Hann bætir við að hafi lesendur áhuga á að eignast diskinn sé best að hafa samband við hann, í símum 456 2186 og 847 2542.

Tónleikasafn Jón á Bíldudal, Melodíur minninganna, er nú um 15 ára gamalt og þar er sýnt margt sem ella væri horfið úr tónlistarsögunni. Á næstunni mun safnið „heiðra minningu þeirrar góðu söngkonu sem Ellý Vilhjálms var, en hún hefði orðið 80 ára í lok desember ef henni hefði enst aldur.“

 

Ævisaga Jóns Kr. Ólafssonar skráð af Hafliða Magnússyni kom út árið 2008 hjá Vestfirska forlaginu.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 30. nóvember 2015.

« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31