A A A
  • 1960 - Brynjar Gunnarsson
  • 1960 - Kristín Þórun Helgadóttir
  • 2005 - Hrólfur Helgi Dýri Sigurðsson
  • 2006 - Andrea Líf Helgadóttir
Guðmundur Sören Magnússon.
Guðmundur Sören Magnússon.
« 1 af 2 »

Guðmundur Sören Magnússon var víðlesinn og gagnmenntaður maður eins og áður hefur komið hér fram. Þó gekk hann aldrei í annan skóla en Farskólann í Keldudal í nokkrar vikur. Hann kunni að segja frá eins og margir af hans kynslóð. Spurningin er bara hvort sá hæfileiki sé að hverfa með þjóðinni. Vonandi ekki. Þessir karlar og sumar konur, vissu alltaf hvað þeir voru að segja. Frásögnin var hvorki of né van. Guðmundur Sören fór aldrei með fleipur. En húmorinn var á sínum stað.

   Eftirfarandi frásögn má lesa í viðtali við Guðmund Sören í Mannlífi og sögu fyrir vestan 9. hefti þar sem hann segir frá Fiskiðju Dýrafjarðar hf sem gekk undir nefninu Bóla.

 

   „Það voru stundaðir dagróðrar á skipinu Fjölni, sem fyrirtækið átti. Það var alltaf pressað við að koma róðrinum í salt samdægurs, geyma fiskinn ekki yfir nótt ósaltaðan. Leifur Þorbergsson var skipstjóri og var hann einn af eigendum Bólu, farsæll skipstjórnarmaður og gætinn. Leifur var dagfarsprúður maður, en stríðinn oft í landi undir vissum

kringumstæðum."

   "Hvað er til marks um það?"

   "Til dæmis um það er saklaust að nefna, að þeir fengu sér í glas á gamlaárskvöld, Leifur og Andrés á Brekku, en báðir voru þeir þá fjáreigendur. Þetta var í Samkomuhúsinu á Þingeyri.

   Þegar Leifur fór að finna svolítið á sér, kom strákurinn upp í honum, eins og ekki var óvenjulegt. Við umrætt tækifæri fer hann að tala um það við gamla manninn, að hann hafi alltaf vitað það að hann væri nískur, en að hann væri svo nískur að hann tímdi ekki að borga sér bólusetningarskammtinn sem hann hefði fengið lánaðan hjá sér í eitt lamb, því hefði hann ekki trúað að óreyndu, að hann væri svo helvíti nískur.

   Þá sagðist Andrés hafa sagt honum að það væri ekki af því að hann tímdi ekki að skila honum skammtinum, hann hefði bara gleymt því, þetta hefði aldrei verið nema í eitt lamb af bráðapestarbóluefni. Nú skildi hann fara heim og ná í glas sem hann ætti heima og hann skildi fá það.

   Nei, Leifur sagðist ekki taka við glasinu, en hann gæti tekið við einum skammti, eins og hann hefði lánað honum.

   Andrés rauk nú af stað og ætlaði að flýta sér, en í Samkomuhúsströppunum rennur hann til, skellur í tröppurnar og rotast. Maður heyrði sagnir af því, að þegar gamli maðurinn lá þarna rotaður við tröppurnar, þá hefði Jón Þ. Sigurðsson (Jónsi rebbi) komið að honum, lotið niður og kysst á skallann á Andrési og sagt um leið:

   "Hann hefur orðið bráðkvaddur, blessaður gamli maðurinn."

   Guðlaug Vagnsdóttir, húsfreyja á Þingeyri, átti þarna leið hjá og varð að orði:

   "Helvítis kjaftæði, hann hefur orðið sjálfdauður."

   Andrés sagði mér að hann hefði ekki munað eftir sér fyrr en hann kom heim, en þá hefði hann lognast útaf.“ 


« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30