A A A
  • 1911 - fæddist Matthías Guðmundsson
05.11.2012 - 07:07 | visir.is

Þingeyrarkanna á Þjóðminjasafninu

Þingeyrarkannan.
Þingeyrarkannan.
« 1 af 2 »
Ein elsta postulínskanna sem fundist hefur með íslensku mótívi kom í leitirnar á Þjóðminjasafninu í gær þar sem almenningi bauðst að láta greina forngripi.

Meðal muna sem fólk kom með var þýsk postulínskanna frá ofanverðri 19. öld var síðan keypt á Ebay á dögunum.

„Hún er myndskreytt verslunarhúsi á Þingeyri í Dýrafirði, með þessa fínu gyllingu, ljóni á haldinu," segir Hilmar Malmquist.
Verslunarmaðurinn á Þingeyri var þýskur og bróðir hans ljósmyndari, en myndin var gerð eftir ljósmyndinni. Hilmar grunaði að hún væri verðmæt, en fékk það staðfest hjá sérfræðingum Þjóðminjasafnsins að líklega væri þetta eina kannan sinnar tegundar.
„Í menningarlegu tilliti er hún mjög verðmæt og í peningalegu tilliti er hún líka afar verðmæt." Hvaða upphæðir erum við þá að tala um? „Ég vil ekkert gefa upp í þeim efnum," segir Hilmar.
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30