A A A
  • 1953 - Ţorbjörn Pétursson
  • 2000 - Ţorleifur Jóhannesson
20.11.2017 - 17:43 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Ţingeyrarhreppur - Útvegur Ţórarins Vagnssonar

Ţórarinn Vagnsson og kona hans Sigríđur Guđrún Mikaelsdóttir.
Ţórarinn Vagnsson og kona hans Sigríđur Guđrún Mikaelsdóttir.
« 1 af 2 »

Þessa dagana er bókin Vestfirðingar til sjós og lands að koma úr prentvélunum í Leturprenti. Í henni eru ýmsar merkilegar frásagnir af Vestfirðinugm fyrr og síðar.

Til dæmis þessi:

Þingeyrarhreppur - Útvegur Þórarins Vagnssonar

Þórarinn Vagnsson í Hrauni í Keldudal í Dýrafirði átti eitt sinn árabát og gerði hann út frá Fjallaskaga. Sá bátur hét Hlín. Það var á fyrri búskaparárum hans. Hann var sjálfur formaður á bátnum með háseta undir sinni stjórn og var heppinn formaður, lánaðist vel hjá honum útgerðin. Svo ólánlega vildi til að í einhverju veðrinu fauk báturinn hjá honum og sást aldrei meir.

   Löngu seinna eignaðist hann bát sem Kristján Jakobsson í Höfn hafði keypt af Guðmundi Benónýssyni á Gerðhömrum og hafði verið smíðaður einhversstaðar norður á Ströndum og hef ég grun um að það hafi verið einhver Stígurinn eða Falurinn sem hann smíðaði. Af því fékk hann nafnið og var kallaður Strendingur. Þórarinn átti þann bát í nokkur ár og bar hann beinin inn í Haukadal.

Fyrir kom að Þórarinn var nokkuð fljótur í förum á Strendingi. Hann sagði til dæmis frá því, að eitt vorið hefði hann og faðir minn farið norður í Súgandafjörð. Pabbi hafði átt töluvert af kartöflum og var að koma þeim í verð. Þegar þeir fóru til baka, þá var kominn norðaustan strekkingur fyrir firðina og þegar kom út fyrir Sauðanesið voru þeir komnir í nokkurn vind. Sagði Þórarinn sem dæmi um ganginn á Strendingi, að fram af Sauðanesinu hafi Magnúsi verið mál að pissa. En þegar þeir eru komnir vestur undir Kaplaskerin, sem eru norðan til í Barðanum, þá var hann að loka klaufinni! Þannig að gangurinn hefur verið nokkur á þeim góða bát.

   Þegar hvalveiðstöðin var rekin á Suðureyri í Tálknafirði, kom fyrir að Þórarinn fór þangað á báti sínum og sótti hvalaafurðir, rengi og svokallaða undanfláttu, fyrir okkur Kelddælinga. Þegar Þórarinn kom með björgina úr Tálknafirði, var hann vanur að hringsóla á víkinni fyrir framan dalinn og hóa svo undir tók í dalnum. Varð þá uppi fótur og fit og þustu menn til sjóar að taka á móti Þórarni. Ekki veit ég hvort menn borguðu eitthvað fyrir hvalrengið, en svo mikið er víst, að það þótti mikil björg í bú þar í Keldudal.


(Sögn Guðmundar Sören Magnússonar)     

H. S.
 

« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30