A A A
  • 1952 - Gréta Björg Gunnlaugsdóttir
19.06.2016 - 18:32 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason

Þingeyrarfundurinn frægi 1979 - Landbúnaðarstefna Denna

Steingrímur Hermannsson á Þingeyrarfrundinum 1979.
Steingrímur Hermannsson á Þingeyrarfrundinum 1979.
« 1 af 7 »

Þeir voru fjörugir framboðsfundirnir í Vestfjarðakjördæmi hér fyrr á árum og eru reyndar ekki nema svipur hjá sjón nú
á dögum, þar sem allir reyna að vera góðir við alla. Einnig skortir mjög húmor í frambjóðendur nú til dags.

Eitt sinn voru þeir að karpa á fundi á Þingeyri, kempurnar Matthías Bjarnason, fyrrum ráðherra, og Steingrímur Hermannsson (Denni dæmalausi), fyrrum ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, líklega fyrir alþingiskosningarnar 1979.

Það hafði orðið slys í fylgiskjali með þingsályktunartillögu Framsóknarflokksins, sem Hákon Sigurgrímsson hafði samið og sagði fyrir um hve stórt búr ætti að vera fyrir hverja minkalæðu og „hluta úr högna.“

Matti Bjarna nuddaði Denna fyrst upp úr þessu á Alþingi og hélt því svo áfram á framboðsfundunum fyrir vestan. Denni var orðinn nokkuð pirraður á þessu þegar Matti spurði á Þingeyrarfundinum: Hvaða hluti af högnanum á að vera í búrinu hjá læðunni, Steingrímur minn?

 

Úr bókinni  -Vestfirskir stjórnmálamenn í blíðu og stríðu-  sem Vestfirska forlagið gaf út.

 

Hér má sjá upptöku af Þingeyrarfundinum.

Smella á þessa slóð:

https://www.youtube.com/watch?v=lI1gCMxbLHo

« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29