A A A
  • 1945 - Edda Proppé Ţórđardóttir
  • 1964 - María Kolbrún Valsdóttir
  • 1977 - Dominik Bochra
  • 1983 - Sigríđur Guđrún Kristjánsdóttir
06.11.2017 - 20:41 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablađiđ,Björn Ingi Bjarnason

Ţetta gerđist 6. nóvember 1796: - Dómkirkjan í Reykjavík vígđ  

Dómkirkjan og Alţingishúsiđ viđ Austurvöll í Reykjavík.
Dómkirkjan og Alţingishúsiđ viđ Austurvöll í Reykjavík.

Dómkirkjan í Reykjavík var vígð þennan dag árið 1796 og var fyrsta byggingin sem reist var sérstaklega með tilliti til þess að Reykjavík skyldi verða höfuð- staður landsins.

Tæpri öld síðar var svo Alþingishúsið reist þétt við kirkjuna. Séra Þórir Stephensen skrifaði sögu Dómkirkjunnar sem kom út árið 1996. Þar segir hann að Dómkirkjan og Alþingishúsið hafi myndað heild í hugum landsmanna og táknað órofa samhengi laga og siðar í landinu.

„Dómkirkjan hefur verið vettvangur stórra atburða í lífi íslensku þjóðarinnar, einstaklinga, fjölskyldna, samfélags. Við þingsetningar ganga alþingismenn til Dómkirkjunnar og hlýða á guðsþjónustu og eins við embættistöku forseta Íslands. Dómkirkjan er kirkja biskups Íslands, þar sem hann vinnur flest embættisverk sín. Umfram allt er Dómkirkjan þó sóknarkirkja, fyrst allra Reykvíkinga en nú gamla Vesturbæjarins og næstu hverfa til austurs,“ segir í bókinni.

Þar segir líka að kirkjan hafi verið byggð eftir teikningum A. Kirkerups.

„Byggingin stóðst illa tímans tönn og svo fór að hún var endurbyggð 1848 í núverandi mynd, að forsögn arkitektsins, L. A. Winstrup. Þá var hún hækkuð og byggður kór, forkirkja og turn. Hún hefur nokkrum sinnum fengið gagngerar endurbætur síðast 1985 og svo um aldamótin síðustu,“ segir Þórir í bókinni.

 

Fréttablaðið.


« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30