01.09.2015 - 21:16 | Hallgrímur Sveinsson
Þessir karlar eru með þetta í genunum!
Egill ÍS 77 frá Þingeyri, sem er á dragnót, landaði 14-15 tonnum á Ísafirði í gær.
Var það blandaður afli af helstu nytjafiskum okkar. Mjög fallegur fiskur að sjá.
Stefán skipstjóri Egilsson frá Dýrhól á Þingeyri stjórnaði lönduninni. Stefán er einn af þessum Vestfirðingum sem er með þetta í genunum. Þessir karlar vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera.
Þeir eru 5 skipverjarnir á Agli núna.