A A A
  • 1981 - Brynhildur Elín Kristjánsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
Þessi mynd úr stofunni á Lokinhömrum er að vísu ekki tekin á bolludaginn. Samt var stórveisla  á afmælisdegi Sigurjóns bónda sem var fæddur 30 . 11. 1925. Frá vinstri: Sigríður Ragnarsdóttir, Hrafnabjörgum, Andrés G. Jónasson, Guðrún Steinþórsdóttir, Elís Kjaran og Sigurjón G. Jónasson. Ljósm.: H. S.
Þessi mynd úr stofunni á Lokinhömrum er að vísu ekki tekin á bolludaginn. Samt var stórveisla á afmælisdegi Sigurjóns bónda sem var fæddur 30 . 11. 1925. Frá vinstri: Sigríður Ragnarsdóttir, Hrafnabjörgum, Andrés G. Jónasson, Guðrún Steinþórsdóttir, Elís Kjaran og Sigurjón G. Jónasson. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Það var fyrir 20-25 árum eða svo, sem þau Elli Kjaran og Guðrún á Hrafnseyri lögðu land undir belti á snjóbílnum Bomba.

Fóru þau alla leið í Lokinhamradal með fullt af bollum sem frúin hafði sérbakað. Að vísu urðu þau að ganga fjörurnar langleiðina úr Stapadal, en töldu það ekki eftir sér. Þið getið nú rétt ímyndað ykkur hvort ekki hafi verið tekið vel á móti þeim af Sigríði á Hrafnabjörgum og Sigurjóni á Lokinhömrum. Maður lifandi! Slegið upp veislu. Þá hefur örugglega verið súkkulaði með þeyttum rjóma á borðum.

Nú þýðir víst ekki að fara með bollur um þessar slóðir á bolludaginn. Nema þá fyrir álfana. Þeir halda ábyggilega sínu striki. 


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31