A A A
Íslenska landsliðið á göngu­ferð ofan við Þórs­höfn í vik­unni.
Íslenska landsliðið á göngu­ferð ofan við Þórs­höfn í vik­unni.

Íslend­ing­ar Norður­landa­meist­ar­ar í brids

Íslenska landsliðið varði um helg­ina Norður­landa­meist­ara­titil sinn í opn­um flokki í brids. Mótið var haldið í Fær­eyj­um.

Sig­ur Íslands var afar ör­ugg­ur og voru úr­slit­in ráðin þegar tvær um­ferðir voru eft­ir. 

Ísland hlaut sam­tals 128,05 stig en Fær­ey­ing­ar höfnuðu í öðru sæti með 107,33 stig. Dan­ir voru í þriðja sæti með 101,02 stig. Þetta er lang­besti ár­ang­ur Fær­ey­inga á Norður­landa­mót­inu, en þeir hafa tekið þátt í fjölda ára og ekki unnið til verðlauna fyrr en nú.

Norður­landa­mótið í brids er haldið annað hvert ár og fór ís­lenska landsliðið með sig­ur af hólmi í sein­ustu keppni, árið 2013.

Lið Íslands í opn­um flokki skipuðu Bjarni H. Ein­ars­son, Aðal­steinn Jörgensen, Gunn­laug­ur Sæv­ars­son, Kristján M. Gunn­ars­son, Jón Bald­urs­son, tengdasonur Dýrafjarðar og Sig­ur­björn Har­alds­son. Jón var spilandi fyr­irliði með liðinu og hon­um til aðstoðar er Jafet Ólafs­son.

Í kvenna­flokki hafnaði ís­lenska landsliðið í fjórða sæti af fimm. Dan­ir urðu Norður­landa­meist­ar­ar.

Kvennaliðið skipuðu þær Bryn­dís Þor­steins­dótt­ir, María Har­alds­dótt­ir, Ragn­heiður Har­alds­dótt­ir og Una Sveins­dótt­ir. Ólöf Þor­steins­dótt­ir var þeim til aðstoðar.

 

www.mbl.is


« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30