01.09.2009 - 11:41 | bb.is
Telja Gramverslun á Þingeyri best geymda á núverandi stað
Stjórn íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri telja að Gramverslunin sé best geymd á þeim stað þar sem hún er nú. Bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ höfðu óskast eftir áliti samtakanna á hugsanlegu framtíðarstaðsetningu hússins en til stendur að selja húsið. Telja samtökin að Gramverslun, sem einu sinni hefur verið flutt frá því hún var byggð, hafi öðlast sögulegt gildi á núverandi stað. Stjórninni og ráðgjöfum hennar fannst húsið og saga þess ásamt núverandi staðsetningu þess falla vel að götumyndinni og Salthúsinu sem verið er að reisa við hlið þess. Stjórnin leggur ríka áherslu á að við val á kaupanda verði sérstaklega tekið tillit til þess að starfsemin í húsinu efli bæjarbraginn, jafnvel þótt það verði ekki flutt úr stað. Flutningur hússins, með þeim kostnaði sem því fylgdi, gæti haft þau áhrif að einhverjir af þeim sem boðið hafa í húsið muni falla frá kaupunum, sem myndi fækka þeim valkostum sem fylgja nýtingu hússins og hugnaðist íbúum ef til vill best.
Húsið er eitt af elstu húsum Þingeyrar, tvílyft timburhús með risi og var reist af Gramverslun árið 1872( Heimild: Ferðafélag Íslands,árbók 1951). Gramsverslun var aðalverslunin á Þingeyri frá 1865( Heimild: Ferðafélag Íslands,árbók 1951). og fram undir 1900. Verslunin var í eigu Danans Níelsar C. Gram, en húsið komst síðar í eigu Kaupfélags Dýrfirðinga sem hafði þar verslun þar til nýtt verslunarhús Kaupfélagsins var reist um 1950. Þá var Gamla kaupfélagið fært yfir Vallargötu og húsinu snúið á hlið. Húsið hefur verið í eigu Ísafjarðarbæjar undanfarin ár og hugmyndir verið uppi um að færa það til svo það snúi framhliðinni að Hafnarstræti og höfninni, eins og það gerði í upphafi.
Eins og fram hefur komið hafa fimm kauptilboð borist í Gramverslunina en bæjaryfirvöld vildu ekki taka afstöðu til tilboðanna fyrr en upplýsingar lægju fyrir um staðsetningu og lóðamál eignarinnar.
Húsið er eitt af elstu húsum Þingeyrar, tvílyft timburhús með risi og var reist af Gramverslun árið 1872( Heimild: Ferðafélag Íslands,árbók 1951). Gramsverslun var aðalverslunin á Þingeyri frá 1865( Heimild: Ferðafélag Íslands,árbók 1951). og fram undir 1900. Verslunin var í eigu Danans Níelsar C. Gram, en húsið komst síðar í eigu Kaupfélags Dýrfirðinga sem hafði þar verslun þar til nýtt verslunarhús Kaupfélagsins var reist um 1950. Þá var Gamla kaupfélagið fært yfir Vallargötu og húsinu snúið á hlið. Húsið hefur verið í eigu Ísafjarðarbæjar undanfarin ár og hugmyndir verið uppi um að færa það til svo það snúi framhliðinni að Hafnarstræti og höfninni, eins og það gerði í upphafi.
Eins og fram hefur komið hafa fimm kauptilboð borist í Gramverslunina en bæjaryfirvöld vildu ekki taka afstöðu til tilboðanna fyrr en upplýsingar lægju fyrir um staðsetningu og lóðamál eignarinnar.