A A A
  • 1966 - Steinar Ríkarður Jónasson
14.10.2009 - 10:00 | BB.is

Tekinn til starfa á Þingeyri

Gunnlaugur Dan Ólafsson. Mynd: skolinn.grindavik.is.
Gunnlaugur Dan Ólafsson. Mynd: skolinn.grindavik.is.
Gunnlaugur Dan Ólafsson hefur tekið til starfa sem skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri. „Þetta leggst mjög vel í mig en það er nú ekki komin reynsla á það þar sem ég er nánast á fyrsta degi. Ég er að taka við störfum við sérstakar aðstæður þar sem skólastarf er löngu komið í gang en starfsfólk Skóla- og fjölskylduskrifstofu og kennarar skólans hafa lagt á sig heilmikla vinnu til að skólastarfið gangi sem best“, segir Gunnlaugur.

Aðspurður segist Gunnlaugur ekki hafa nein tengsl við Vestfirði fyrir utan að faðir hans ólst upp í Dýrafirði. „Faðir minn kom til Dýrafjarðar ársgamall og bjó þar til hann var tvítugur. Ætli það séu ekki áhrif frá því uppeldi sem ég fékk frá honum að ég sé kominn hingað nú, en það var alltaf ljómi yfir Dýrafirði í hans huga og hann taldi fjörðinn vera fallegasta staðinn á Íslandi. En ég er hins vegar kominn í alveg nýtt umhverfi.“

Gunnlaugur lét nýlega af störfum skólastjóra Grunnskólans í Grindavík eftir 30 ára starf við skólann.
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31