A A A
04.06.2012 - 18:36 | JÓH

Sýning á verkum úr dýrfirsku graníti

Verk Jóhanns. Mynd: www.grindavik.is
Verk Jóhanns. Mynd: www.grindavik.is
Síðastliðinn laugardag var sýning á verkum Jóhanns Dalbergs opnuð í auðlinda- og menningarhúsinu Kvikunni í Grindavík. Verkin vann hann úr graníti sem fannst í Dýrafirði en talið er að grjótið hafi borist hingað með lúðuveiðiskipunum fyrir um 150 árum síðan. Skipin þurftu á ballest að halda á siglingunni frá Ameríku og er talið að steinunum hafi verið kastað fyrir borð eða þeir jafnvel fluttir upp á land eftir því sem skipin fylltust af fiski. Sýning Jóhanns ber yfirskriftina Sjávarvættir og vísar í þær verur og vætti sem má sjá í steinunum. Jóhann var með sýningu á verkum sínum á Dýrafjarðardögum í fyrra en þar fékk hann eimmitt fyrsta dýrfirska granítsteininn sinn að gjöf, að því er kemur fram á vef Grindavíkurbæjar. Sýningin verður opin í Kvikunni allan júnímánuð.
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31