A A A
  • 1975 - Ţuríđur Steinarsdóttir
  • 1991 - var golfklúbburinn Gláma stofnađur
Nokkrar af styrkhöfum ársins 2015
Nokkrar af styrkhöfum ársins 2015

Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað við hátíðlega athöfn í Bláa lónin þann 30 apríl og fengu 33 verkefni styrki að heildarupphæð kr. 35 milljónir.  Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra afhenti styrkina en í ár bárust 239 umsóknir hvaðanæva af landinu og hefur ráðgjafarnefnd metið umsóknir á undanförnum vikum.

Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað síðan 1991, en það var þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sem hafði frumkvæði að styrkveitingunum.  Þeir eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum.

Unnt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar, hönnunar og vegna launakostnaðar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar.

Með styrkjum sem þessum er tvímælalaust stuðlað að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Fjölmörg ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hagsbóta.    Einnig er styrkveiting sem þessi mikil hvatning fyrir þær sem er ekki síður mikilvæg þegar á hólminn er komið.

Hæsta styrki hlutu eftirfarandi verkefni:

Elísabet Axelsdóttir, Borgarfirði,  kr. 3.000.000 vegna verkefnisins  „Þróun og smíði á gagnagrunni vegna efnamælinga“.   Verkefnið snýst um að setja upp rannsóknarstofu til efna- og örverugreininga á fóðri og jarðvegi og selja niðurstöðurnar til aðila í landbúnaði og öðrum sem þörf hafa fyrir hana, en nú er enginn aðili í landinu sem sinnir þessari þjónustu.   


Eyrún Huld Ásvaldsdóttir, Akureyri, kr. 2.350.000 vegna verkefnisins "Krummusæti, auka sæti til að festa á hnakk"   Krummusæti er auka sæti sem festist á hnakk framan við knapa og er ætlað 1-7 ára börnum. Með sætinu er öryggi barna á hestbaki betur tryggt og knapinn með lausar hendur til að stjórna hestinum. 


Hildur Þóra Magnúsdóttir,  Skagafirði, kr.2.300.000 vegna verkefnisins "Pure Thyroid- þurrkun og nýting skjaldkirtla úr sláturdýrum"   Inntaka á þurrkuðum skjaldkirtli úr hreinum dýraafurðum virkar  vel á vanvirkan skjaldkirtil en hráefnið er afgangsafurð sem fellur til við slátrun.    Varan sem um ræðir eru hylki sem innihalda þurrkaða skjaldkirtla úr íslenskum sláturdýrum. 


Ankra, Reykjavík, kr. 2.200.000 vegna verkefnisins "Þróun á íslenskum collagen hylkjum við liðverkjum" Ankra ehf mun þróa og markaðssetja náttúruleg fæðubótaefni úr íslensku fiskicollageni Collagen er eitt aðal uppbyggingar prótein líkamans Rannsóknir hafa sýnt fram á að með inntöku á Collagen próteini er hægt að minnka verki í liðum og draga verulega úr hrukkumyndun.

Hér má sjá lista yfir styrkhafa ársins 2015

Smelltu hér til að skoða.


 

« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30