A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
Frá Suðureyri. Ljósm.: H.S.
Frá Suðureyri. Ljósm.: H.S.
« 1 af 3 »

„Suðureyri var einhver skemmtilegast staður sem ég hef kynnst. Ég lagði lykkju á leið mína til að komast þangað á héraðsmót og þorrablót. Fór ég frá Ísafirði á skíðum eða í snjóbíl ef ekki vildi betur til. Þetta var líflegt pláss. Íbúar voru á fimmta hundrað og allir voru félagar. Héraðsmótin voru haldin af framsóknarfélaginu en á þau komu allir, hvar í flokki sem þeir stóðu. Á eftir var gengið hús úr húsi og var gleðskapur mikill. –

   Þetta var mjög gott mannlíf og svipaða sögu var að segja úr öðrum sjávarplássum á Vestfjörðum. Fólk vann myrkranna á milli þegar fisk var að hafa. Þegar svo bar undir var hvergi sála á götunum og ég fór til fundar við fólkið í frystihúsinu. Þá voru engar samþykktir Evrópusambandsins til að banna unglingunum að eiga sinn hlut í uppgripunum. Mér fannst þessu fólki engu að síður líða vel og miklu betur en nú.

Þessi lífskraftur hvarf með kvótanum og fólkinu sem honum fylgdi til annarra landshluta. Ég get ekki varist þeirri hugsun að ómetanleg menningarverðmæti hafi þar með glatast því margt hvarf með þessu mannlífi. Þorpið er nú eins og daufur skuggi þess sem var á fyrri tíð.

    (Dagur B. Eggertsson og Steingrímur Hermannsson: Ævisaga 2, bls. 33 Vaka-Helgafell hf. Rvk. 1999)

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31