A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
15.03.2015 - 21:33 | BIB,Morgunblaðið

Stefnt að fjölgun starfa á Þingeyri

Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm. Mats Wibe Lund.

• Fyrirtækið Íslenskt sjávarfang hefur keypt fasteignir og tæki Vísis á Þingeyri • Segja markmiðið með viðskiptunum að viðhalda og efla atvinnulíf á staðnum

Útgerðarfyrirtækið Vísir hf. hefur selt fasteignir sínar á Þingeyri, ásamt tækjum og búnað til fiskvinnslu. Kaupandinn er Íslenskt sjávarfang sem stefnir að því að fjölga störfum við fiskvinnslu á Þingeyri frá því sem nú er og vinna og frysta þar allt að 4.000 tonn af fiski á ári.

 

Ákvæði tryggir störf

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum tveimur þar sem jafnframt segir að markmiðið með kaupsamningnum sé að viðhalda og efla atvinnulíf á Þingeyri og að kaupverðið taki mið af því. Kaupverðið hækkar um 50 milljónir króna standi Íslenskt sjávarfang ekki við þau ákvæði samningsins að halda uppi fullri atvinnustarfsemi á staðnum í fimm ár og vera með að minnsta kosti 20 stöðugildi.

Haft er eftir Pétri Hafsteini Pálssyni, framkvæmdastjóra Vísis, að þessi ákvæði samningsins séu afar mikilvæg því þau tryggi að starfsfólk Vísis á Þingeyri geti haldið áfram störfum við fiskvinnslu á staðnum eftir að Vísir flytur starfsemi sína til Grindavíkur um næstu mánaðamót.

 

Samið við smábátaeigendur

Þá er haft eftir Rúnari Björgvinssyni, framkvæmdastjóra Íslensks sjávarfangs, að fyrirtækið stefni að því að fjölga starfsfólki við fiskvinnsluna á Þingeyri úr 20 í 30. Búið sé að tryggja fyrirtækinu nægilegan afla með samningum við eigendur smábáta á svæðinu, dragnótabátsins Egils frá Þingeyri og þriggja togara.
Ákvæði um fimm ár

» Stefnt er að því að vinna og frysta allt að 4.000 tonn af fiski á ári.
» Kaupverðið hækkar um 50 milljónir króna verði ekki staðið við ákvæði samningsins að halda uppi fullri atvinnustarfsemi á staðnum í fimm ár.
 
Morgunblaðið laugardagurinn 14. mars 2015
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31