A A A
  • 1979 - Steinberg Reynisson
03.11.2016 - 07:27 | Vestfirska forlagi­,Gu­mundur Jˇn Sigur­sson

Sˇleyjarnefndin funda­i

Flateyringarnir f.v.: ١rir Gar­arsson, Sigurdˇr Sigur­sson, Bj÷rn Ingi Bjarnason, Gu­mundur Jˇn Sigur­sson, Reynir Traustason og Stefßn Jˇnsson.
Flateyringarnir f.v.: ١rir Gar­arsson, Sigurdˇr Sigur­sson, Bj÷rn Ingi Bjarnason, Gu­mundur Jˇn Sigur­sson, Reynir Traustason og Stefßn Jˇnsson.
« 1 af 2 »

Enn er verið að leggja grunn að því að Sóley ÍS 225 geti að nýju átt heimahöfn á Flateyri. Undirbúningsnefnd hittist í Múlakaffi í hádeginu mánudaginn 31. október 2016 og ræddi næstu skref.

Ákveðið var að halda fund með heimamönnum hið fyrsta ásamt því að ræða við bæjaryfirvöld um möguleika þess að skipið verði tekið á land á hafnarsvæðinu á Flateyri og gert þar út til ferðaþjónustu.

Þegar er búið að ræða við fjölda fólks sem þekkir til ferðaþjónustu og fá óformlegt álit á þeim möguleikum sem skipið hefur upp á að bjóða.

Það virðist samdóma álit að einhverskonar útgerðartengt sögusafn í skipinu ætti að geta dregið ferðafólk að þorpinu.

Meðal annars hefur okkur verið bent á að því meira áberandi sem skipið verði því betur auglýsi það sig sjálft með mynddreifingum ferðafólks um allan heim.

Þeir vita sem barist hafa í ferðaþjónustu að lítil þorp hafa engan möguleika á að auglýsa sig þannig að eftir verði tekið. Það er því líklegt að Sóley gæti orðið sú auglýsing sem fjölgaði ferðafólki í þorpinu og um leið myndi renna styrkari stoðum undir rekstur ferðaþjóna á staðnum.

Myndin er af hádegishópnum í Múlakaffi. Eins og sjá má er vel skipað til borðs.


« Febr˙ar »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28