A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
07.02.2016 - 06:32 | Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

Sólarkaffi Vestfirðinga á Suðurlandi

Sólarkaffi Vestfirðinga verður að Stað á Eyrarbakka.
Sólarkaffi Vestfirðinga verður að Stað á Eyrarbakka.

Nokkrir Vestfirðingar, sem búa á Suðurlandi, boða til sólarkaffis að hætti Vestfirðinga sunnudaginn 14. febrúar 2016 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka kl. 14:00 – 17:00

Alsiða er í byggðum Vestfjarða að drekka sólarkaffi með pönnukökum þegar sólin sést aftur eftir skammdegið. Þessi siður hefur ekki verið á Suðurlandi enda sést sól þar alla daga ársins. Með þessu vilja aðfluttir  Vestfirðingar á Suðurlandi gefa sveitungum að vesta kost á að hittast í sólarkaffi og jafnframt kynna þennan góða sið fyrir Sunnlendingum og öðrum hér um slóðir.

Á sólarkaffinu verður Elfar Guðni Þórðarson listmálari á Stokkseyri með málverkasýningu á Stað sem nefnist   -Frá Djúpi til Dýrafjarðar-  Elfar Guðni hefur fimm sinnum á þessari öld dvalið á Sólbakka í Önundarfirði í samtals þrjá mánuði og málað mikið í vestfirskri náttúru. Hann segist hvergi utan heimaslóðar sinnar hafa orðið fyrir jafn sterkum áhrifum til listsköpunar eins og vestra og má sjá þetta á sýningunni.

Þá mun Önfirðingurinn á Eyrarbakka, Víðir Björnsson,  sýna nokkrar af ljósmyndum sínum sem hann hefur tekið á síðustu misserum í Flóanum og víðar á Suðurlandi.

Tíu heppnir gestir muni fá bókaglaðning frá Vestfirska forlaginu á Þingeyri sem hefur í rúm tuttugu ár verið gríðarlega kröftugt menningarafl Vestfirðinga.

Vitað er um menn sem koma langt að til sólarkaffisins; svo sem tónlistarmennirnir Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal og Siggi Björns frá Berlín.

Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. 
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30