A A A
  • 1911 - fæddist Matthías Guðmundsson
13.10.2016 - 06:08 | Vestfirska forlagið,Guðmundur Jón Sigurðsson

Smá um Sóley ÍS 225 frá Flateyri

Georg Kristinn Lárusson les um 50 ára afmæli Sóleyjar sem haldið var upp á í vor og sögunni gerð skil í blaðinu Vestfirðir.
Georg Kristinn Lárusson les um 50 ára afmæli Sóleyjar sem haldið var upp á í vor og sögunni gerð skil í blaðinu Vestfirðir.
« 1 af 5 »

Líkt og komið hefur fram er mögulegt að Sóley ÍS 225 eignist á ný heimahöfn á Flateyri. Forsvarsmenn Dögunar á Sauðárkróki hafa lýst miklum höfðingsskap og sagt okkur mega eiga skipið.

Vinna er nú í fullum gangi að ná saman hópi manna til að veita þessari mögnuðu gjöf viðtöku. Hugmyndin er að fara með skipið aftur til upprunans og leggja því á Flateyri þar sem það gæti orðið segull fyrir ferðamenn og aukið straum þeirra í þorpið. Þá væri skipið enn á ný farið að skaffa.

Sú hugmynd sem nú er efst á baugi er að setja skipið í fjöru gengt Kaupfélaginu þannig að það gæti orðið veglegur hluti Dellusafnsins sem víða vekur lukku.

Veit ekki nein dæmi til þess að svona skip sé sýnilegt ferðafólki á Íslandi, menningasögulegt gildi skipsins er því síst minna en handritanna sem danska varðskipið Vædderen kom með 1971.

Fáir staðir hafa átt í eins harðri baráttu við hafið og náttúruna og einmitt Önundarfjörður. Því telur undirbúningsnefnd um varðveislu Sóleyjar og sögu þjóðar í sambýli við náttúruna mikilvægt að skipið verði varðveitt og sögunni haldið til haga lifandi og með verklagi sem mörgum er nú framandi.

Nefndarmenn áttu í dag (gær - 12. október 2016) fund með Georg Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar um möguleika þess að Gæslan tæki að sér að koma skipinu frá Hafnarfirði og vestur þar sem haffærni þess er útrunnið.
Hann tók vel í þessa málaleitan og taldi mörg dæmi fyrir því að Gæslan aðstoðaði við björgun menningarverðmæta.

Áður hafði verið haldinn símafundur með Valdemar Jónssyni ( Valdemar Og Nilma) verktaka í Önundarfirði og eigenda Dellusafnsins, hann brást ekki síður vel við og sagðist til í allt, sem er auðvitað fjandi gott því að það þarf að grafa fyrir skipinu í fyllinguna. Svo er seint ofmetið að hafa svona mann í liðinu.

Björn Ingi Bjarnason, annar af nefndinni sagði að við værum komnir með þrennu, happaþrennu, Gæsluna, Græði og Skipið.

 

Guðmundur Jón Sigurðsson

nefndarmaður í Sóleyjarnefndinni.


« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30