A A A
  • 1922 - Guðmundur Magnússon
  • 1942 - Sigurður Jónsson
Halldór liðsstjóri (slökkviliðsstjóri) með slönguna. Við munum ræða við hann síðar. Ljósmyndirnar tók H. S.
Halldór liðsstjóri (slökkviliðsstjóri) með slönguna. Við munum ræða við hann síðar. Ljósmyndirnar tók H. S.
« 1 af 5 »

Undanfarna daga hafa drengirnir í slökkviliðinu á Þingeyri verið að prófa tækin. Tveir slökkvibílar eru á svæðinu, öflugur dælubíll og 10 þús. lítra tankbíll. Ekki veitir af að allt sé undir kontról ef á þarf að halda, sem vonandi verður aldrei!

   Eins og við sögðum frá um daginn, urðu þau tímamót hjá liðinu um síðustu áramót, að Kristján Gunnarsson frá Hofi, sem gegnt hefur starfi slökkviliðsstjóra hátt í hálfa öld, lét af störfum. Halldór Gíslason tók við og kallast liðsstjóri. Við spurðum Kristján í hraðsamtali um daginn hvort þetta væri erfitt starf. Hann svaraði:

   -Já fyrir slökkviliðsmenn og er í raun hættulegasta starf í heimi. Fyrir liðstjórann er aðallega það að hann er alltaf á bakvakt. Þarf alltaf að vera viðbúinn hinu versta og bera ábyrgð á að tækin séu í lagi þegar á þarf að halda og meta fljótt álitlegar aðferðir gegn eldinum við sína menn  Maður er oft með hugann við þetta  meira og minna. Það fylgir þessu mikil ábyrgð, meiri ábyrgð og áhyggjur en toppar bæjarfélagsins hafa. Það er til dæmis ekki gott ef slökkviliðsbíllinn fer ekki í gang ef eldsvoði verður! Hverjum verður þá kennt um?

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31