A A A
  • 1997 - Ragnhildur Anna Ólafsdóttir
  • 2000 - Andrea Sif Bragadótir
04.11.2016 - 08:01 | bb.is,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Skutull á Ísafirði er lagstur í dvala

« 1 af 2 »
Fram kemur á fréttavef Bæjarins besta, bb.is, að vestfirski fréttavefurinn Skutull hafi lagst í dvala en vefurinn hefur ekki verið uppfærður í heilan mánuð.

Sigurður Pétursson sagnfræðingur, sem ritstýrt hefur vefnum síðustu misserin, segir sínum afskiptum af honum lokið og óvissa er því um framtíð hans. Þó ekki slík að vefurinn gæti aldrei tekið við sér aftur því Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri aldrei að vita nema vefurinn tæki við sér aftur. Hann er þó lagstur í dvala sem stendur og verður það í einhvern tíma.

„Hvort ég tek við honum aftur eða annað og kannski yngra fólk verður tíminn einn að leiða í ljós.“

Skutull dregur nafn sitt frá gamla flokksblaði Alþýðuflokksins á Ísafirði enda hafa áherslur vefsins verið í samræmi við það.

Sigurður sagði í samtali við Bæjarins besta að ekki hafi verið farið í grafgötur með pólitísk tengsl vefsvæðisins sem málgagn jafnaðarstefnunnar en Sigurður hefur sjálfur starfað innan hreyfingar jafnaðarmanna um áratugaskeið.

Útgáfufélagið Rauðir pennar ehf. er eigandi vefsíðunnar skutull.is. Ólína Þorvarðardóttir, eiginkona Sigurðar, er formaður félagsins.

 

_______________________________

Sigurður hefur starfað innan hreyfinga jafnaðarmanna um áratugaskeið og í ljósi afhroðs Samfylkingarinnar í kosningunum er ekki úr vegi að spyrja sagnfræðinginn og jafnaðarmanninn hvað hafi farið úrskeiðis. „Þetta er orðin löng sorgarsaga Samfylkingarinnar og röð af röngum ákvörðunum. Upphafið af ógæfunni var þegar flokkurinn settist í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þar fékk flokkurinn peninga til að eyða í samgöngu- og velferðarmál en náði ekki í gegn neinum breytingum,“ segir Sigurður. 

Hann segist vera sammála greiningu Baldurs Þórhallssonar prófessors á fylgishruni flokksins. „Samfylkingin fékk tækifæri – og fleiri en eitt – til að koma í framkvæmd sínum stefnumálum en tókst það ekki. Flokkurinn fór bæði í vinstri og hægri stjórn og það var alveg sama hvort var,“ segir Sigurður Pétursson. 


« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30